Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 69
65
veg óþekktur þar til á síðasta ári. Segja landar Stoney’s, að hann
sé bezta hlauparaefni, sem þar hefir komið fram, og vissulega er
21,0 sek. afbragðsafrek á boginni braut, t. d. náði sjálfur Jesse
Owens ekki nema 20,7 á boginni braut, en í Bandaríkjunum eru
200 m. oftast hlaupnir á hálfbeygju eða á beinni braut. Charles
Parker er frá Texas og er alhvítur. Hann er drengjameistari í 100
m. og Bandaríkjameistari í 200 m., hinsvegar keppti hann ekki
í 200 m. á meistaramótinu, því þjálfari hans vildi ekki ofbjóða
honum, en flestir álíta, að hann hefði unnið þá líka, ef hann
hefði reynt. Bezti Evrópumaðurinn er Frakkinn Boyer með 21,8
sek. og er hann sá 16. í röðinni í heiminum i fyrra, hinir eru
allir frá U.S.A., nema Stoney, eins og fyrr var sagt.
Um 400 metrana er lítið að segja. Þar er Daninn Holst-Sören-
sen beztur með 47,6, en hann var í fyrra toppmaður í 800 á 1:48,9
mín., en þá með aðeins 49,0 í 400 m. Elmore Harris er Bandaríkja-
meistari í 400 m. (48,0) og 200 m. grind (24,1), liann er svert-
ingi. Svíarnir mega vel við una þó Ljunggren (47,9) sé ekki eins
framarlega og í fyrra (þá 2. með 47,5) því þeir eiga nú jafn-
ari menn, 4 undir 49 sek. Sænskur meistari varð Sjögren á 48,4,
en Ljunggren 2. á sama tíma.
I 800 m. er Sven Malmberg með beztan tíma (1:50,1), þó varð
hann aðeins 6. á sænska meistaramótinu á 1:53,5, en þá vann Hans
Liljekvist á 1:51,5. A Bandaríkjameistaramótinu var húist við, að
Bill Hulse, þáverandi meistari á vegalengdinni sigraði auðveldlega.
Var Johnny Fulton, sem slegið hafði í gegn á innanhússmótum um
vorið, talinn skæðasti keppinautur hans. Svo fór líka, því þegar á
100 metra brautina kom börðust þessir tveir hlið við hlið um
titilinn. En rétt við markið kemur til sögunnar svartur náungi,
sem heitir Robert Kelley, hann sá að „stjörnurnar“ tvær voru allt
of uppteknar til að veita sér athygli og greip því tækifærið til að
laumast framúr þeim að utanverðu og sleit snúruna 5 m. á undan
þeim. Svo þegar Fulton kom í markið eftir að hafa pínt sig frani
úr HulSe, greip hann í tómt, því snúran var slitin og meistara-
stigið gripið rétt við nefið á honum.
1 fyrrasumar var loksins svarað spurningú, sem í lieilt ár hafði
5*