Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Síða 70
66
pínt milljónir íþróttaunnenda uni heim allan. ..Hvor er betri Hagg
e3a Arne“. Eins og menn muna, lagði Arne undir sig tvö af heimo-
metum hans, meðan hann var í sigurför sinni vestra, sumarið 1948.
Svíarnir biðu heldur ekki með að fá úrskurð milli þeirra. Strax
og þeir voru komnir í æfingu var haldin keppni fyrir þá á Stadion
í Stokkhólmi í 1500 m. hlaupi. Er skemmst frá því að segja, að
Arne vann þá keppni á 3:48,8 mín., en Hagg var 2. á 3:50,2 mín.
Næsta hlaup vann Hagg, en það var 7. júlí, þegar hann hljóp
1500 m. á nýju heimsmeti 3:43,0, með Arne á hælum sér á 3:44,C.
Félagi Hággs, Lennart Strand, hjálpaði honurn með því að leiða
hlaupið fyrstu 800 m. sem þeir hlupu á 1:56,0, og það var meira
en Arne kærði sig um og tókst honum aldrei að vinna upp þá
5—6 metra, sem hann tapaði á fyrri helmingi hlaupsins. Eftir þett.i
gætti Arne-sín, að sleppa aldrei Hagg langt framúr sér og er
skemmst frá því að segja, að hann vann allar keppnir þeirra það
sem eftir var sumarsins. Míluna (1609 m.) 18. júlí á nýju heims-
meti, 4:01,6 mín., (Hágg á 4:02,0 mín.), 18 ágúst vann Arne svo
sænskan meistaratitil í 1500 m. á 3:49,6, en Hágg tókst naumlega
að verða 2., á sama tíma og 3. maður, 3:50,0. Arne vann einnig
2000 m. af Hágg 1. sept. á 5:12,6, (Hágg á 5:13,7) og 3. sept. 3000
m. á 8:20,8 (Hágg á 8:22,4). En Hágg á þó bezta heimstímann
á báðum þessum vegalengdum eða 5:12,0 á 2 km. og 8:07,6 á 3 km.
Hálfum mánuði áður en Arne bætti mílumetio, setti hann nýtt
met í % mílu — 2:55,6 mín., en gamla metið var 2:58,7.
Hágg bætti tvívegis met sitt í 2 mílum (3218 m.) og hljóp
þá vegalengd 8:42,8. Þó ntá með sanni segja að hann hafi dregist
aftur úr löndum sínum í Ameríkuför sinni 1943, þar sem hann
varð svó oft að láta í minni pokann fyrir Arne, og tókst auk
þess aðeins með naumindum að verða 2. í 1500 m. á Meistara-
mótinu, á sama tíma og Bertil Anderson og vann 5 km. á sama
móti aðeins 2/10 á undan K. E. Larsson. Bæði Hágg og Anders-
son hafa nú skipt um félög, Arne keppir fyrir Hellas í Stokk-
hólmi (áður Örgryte í Gautaborg) en Hágg fyrir M. A. I. £
Malmö, áður fyrir Gaevle.