Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Qupperneq 71
67
Rune Gustavsson er eínn hinna fjölmörgu afreksmanna, sem
Svíar hafa eignast síð'ustu ár. Hann er kornungur og ef til vill
er það aðeins tímaspursmál, hvenær hann verður leiður á að
vera í 3. sæti á eftir Arne og Hagg, og fer að spila upp á eigin
spýtur.
Bill Hulse varð Bandaríkjameistari í 1500 m. á 3:54,3, en
Dodds, sem verið hefir bestur þar, er nú orðinn prestur og hætt-
ur að hlaupa, eða svo gott sem, þó hljóp hann míluna innan-
húss á 4:06,4.
Alexander Pougachevski er nafn, sem við höfum ekki oft heyrt
áður. Hann er bezti millivegalengdahlaupari Rússa, hljóp 1944
800 m. á 1:52,4 og 1000 m. á 2:25,7 og 1500 m. á 3:53,2 mín.
Er af þessum tímum augljóst, að hér er afreksmaður á ferðinni.
Arne Andersson hjó nærri heimsmeti Rudolfs Harbig í fyrra,
hljóp hann 1000 m. 1/8 á 2:21,9, sem er jafnt Norðurlandameti Hans
Liljekvist, sem þarna varð næstur Arne, 1/10 sek. á eftir.
Allt síðan á dögum Hannesar Kolehmainen 1912 höfðu Finn-
arnir haft örugga forystu í þolhlaupunum. En nú á stríðstím-
unum hafa Svíar eðlilega staðið betur að vígi en Finnar. Maki,
Salminen, Touminen, Pekuri og aðrirfrægir íþróttakappar þeirra
hafa verið á vígvöllunum og eru úr sögunni. Þá taka Svíar for-
ystuna með Gunder Hiigg, K. E. Larsson og Ake Durkfeldt á
5 km. en Gösta Pettersson, Gösta Jakobsson, Hellström, Ostbrink
o. fl. í 10 km.
En ekki leið á löngu áður en nýr Finni skaut upp kollinum,
Viljo Heino heitir hann. Náði hann bezta heimstímanum 1943
í 10 kin., 30:15,2 mín. og sló svo í fyrra 10 km. met Mákis, sem
talið vár alveg ótrúlega gott og hljóp á 29:35,4 mín. og er því
annar maðurinn, og uin leið annar Finninn, sem hleypur þessa
vegalengd undir hálftíma. Hann á einnig bezta heimstímann í
5 km., sein hann hljóp fyrst á 14:11,4 í Svíþjóð í keppni við
Gösta Jakobsson, sem hljóp á 14:19,8. Síðar um sumarið 14. sept.
hljóp Heino á 14:09,6 móti Larsson (14:39,0) og mun það vera
hezti timi hans. Heino vann öll lilaup sín í Svíþjóð nema eitt,