Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Síða 72
68
3 km., sem Gunder Hagg vann á einnar sekúndu mun, 8:09,3,
8:10,8 mín., enda er sú vegalengd fullstutt fyrir Heino til að
hann njóti sín vel.
Aðrir þekktir þolhlauparar eru t. d. Ungverjamir þrír. Af
þeim er Szilagyi þekktastur, orðinn 35 ára. Bandaríkjamenn eiga
nú enga góða langhlaupara síðan Gregory Rice hætti og fór í her-
inn. Meistari þar varð Norman Bright á 33:53,0, en í Argentínu
er Raul Ibarra, sem um fjölda ára hefir verið frægasti hlaupari
Suður Ameríku.
I 3000 m. hindrunarhlaupi bætti Svíinn Elmsater heimsmet sitt,
sem var 9:03,4 mín., og hljóp nú á 8:59,6. Sænskur maraþon-
meistari varð Henry Palmer, ennþá einu sinni, eða nú í 10.
skipti. Palmer er 38 ára að aldri og hefir orðið sænskur mara-
þonmeistari síðan 1934, nema 1943, þegar hann tapaði fyrir Lapp-
lendingnum Olle Larsson, er að þessu sinni varð þriðji. Tími
Palmers var 2 klst. 27:38,0 mín. Bandaríkjameistari í maraþon-
hlaupi varð Charlie Robbins á 2 klst. 40:06,0'mín. En hið fræga
Boston-Maraþonhlaup vann Gerhart Cote, hinn franski, á 2 klst.
31:50,4 mín., hann er frá Montreal í Canada. Cote átti þó í
harðri keppni við Johnny Kelly alveg heim undir mark og vann
hann aðeins á 10 sek. Þetta er í þriða sinn, sem Cote vinnur
þetta hlaup.
í 110 m. grindahlaupi náði Lidman beztum árangri 14,5. Hann
er heimsfrægur og hefir unnið fjölda sigra, enda keppt í ein
10 ár. Bezti tími hans er 14,0 sek., sem er Evrópumetið. Allir
beztu grindahlauparar Bandarílcjanna eru nú í hernum, hinn
svarti Ed Dugger er þó enn í landi og gerði sér það til dægra-
styttingar í fyrra að hirða nokkur meistarastig á innanhússmót-
um, en utanhúss keppti hann ekki, svo kunnugt sé. Sixten Larsson
hefir lengi verið sænskur meistari í langa grindahlaupinu og er
það enn, 53,2 er meistaramótstíminn. Arky Erwin (54,0) varð
Bandaríkjameistari í þesari grein í 3. skipti í fyrrasumar.
Aðalgöngugarpur ársins var Werner Hardmo, Svíþjóð. Setti
hann alls 10 sænsk met, þar af 8 heimsmet. Af þeim má nefna:
1500 m. á 5:52,8 — 3 km. á 11:59,8 og 15 km. á 1 klst. 6:03,8 mín.