Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 79
75
íslenzk innanhússmet.
A síðastliðnu ári staðfesti stjórn I.S.I. nástökksárangur Skúla
Guðmundssonar, K.R. 1,84 m., sem ísl. innanhússmet, en eins
og kunnugt er vann Skúli þetta afrek i amerísku íþróttahöllinni
við Hálogaland (á trégólfi). Enda þótt þessi árangur sé talinn
fyrsta staðfesta innanhússmetið, hefur Í.S.Í. þó áður staðfest sem
ísl. met árangur, er náðizt innanhúss. Yar það árangur Sveins
Ingvarssonar, K.R. í hástökki án atrennu, — 1,42 m. — sem hann
náði á jyrsta innanhússmóti hér á landi, er haldið var 8 marz
1939 í íshúsinu við Tjörnina (nú Tjarnarbíó). Voru þeir árangrar,
sem þá náðust almennt taldir vera ísl. innanhússmet, enda þótt
ekki væri sótt um staðfestingu á öðrum en þessu eina, sem tók fram
þágildandi Islandsmeti utanliúss. Til fróðleiks hirtist hér skrá
yfir beztu árangra, sem náðst hafa innanhúss hér á landi :
Hástökk: 1,84 m. Skúli Guðmundsson, K.R. ’44
— án atrennu: 1,48 — Sveinn Ingvarsson, K.R. ’40
Langstökk: 6,07 — Jóhann Rernhard, K.R. ’39
— án atrennu: 2,99 — Sveinn Ingvarsson, K.R. ’39
Þrístökk án atrennu : 8,21 — Jóhann Bernhard, K.R. ’40
Kúluvarp: 13,10 — Kristján Vattnes, K.R. ’40
— samanlagt: 22,59 — Kristján Vattnes, K.R. ’40
Þess skal getið, að gólfið í íshúsinu var úr svipuðu efni og iþrótta-
völlurinn, en atrenna mjög takmörkuð eða um 20 metrar.
Kúluvarp: 15,50 — Gunnar Huseby, K. R. ’44
— heggja handa: 26,78 — Gunnar Huseby, K. R. ’44
Sleggjukast: 46,57 — Vilhj. Guðmundsson, K. R. ’41
Fimmtarþraut: 2834 stig Sigurður Finnsson, K. R. ’41
Tugþraut: 5475 — Sigurður Finnsson,JK. R. ’41