Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 87
KNATTSPYRNA
Upphaf knattspyrnunnar á íslandi.
Árið 1895 fékk Björa lieitinn Jónsson, ritstjóri, skozkan mann
til ísafoldarprentsmiðju, sem James B. Ferguson hét. Var hann
hinn mesti íþróttamaður; hafði æft „bar“-leikfimi í mörg ár
og hlotið 6 lieiðurspeninga fyrir. Þegar hingað kom, safnaði
hann um sig ungum mönnum og tók að kenna þeim fimleika,
knattspyrnu, hlaup og fleiri íþróttir, og má ótvírætt telja hann
brautryðjanda íþróttahreyfingarinnar hér á landi.
Fyrsta veturinn, sem Ferguson var hér, kenndi hann fjölda
mörgum, valdi svo úr þá beztu og stofnaði úrvalsflokk, og voru
í honum meðal annarra þessir: Adam Bareley Sigmundsson, Sig-
urður Þorláksson, Jón Sigurðsson, bræðurnir Ólafur og Sveinn
Björnssynir, Vilhjálmur Finsen, Hannes Helgason og Pétur Jóns-
son söngvari. Með þessum mönnum og nægilega mörgum áhuga-
mönnum öðrum, byrjaði hánn svo knattspyrnuæfingar. Má þar
á meðal nefna Ólaf Rósinkranz, Guðjón Einarsson prentara (föð-
ur Ben. G. Wáge, forseta Í.S.Í.), tvo Skota, sem voru í „Glasgow“,
og auk þess nokkrir piltar úr Latínuskólanum.
Eftir burtför Ferguson’s tók Ólafur Rósinkranz við forystunni,
og má eflaust þakka honum það manna mest, að sú list lagðist
ekki alveg niður aftur. Mestan dugnað í því að sinala mönnum
saman til æfinga sýndu þeir Adam Barcley og Pétur Jónsson, en
Guðjón Einarsson var ætíð sjálfvalinn markvörður og þótti af-
kastamikill þar.
Undir aldamótin voru margir latínuskólapiltar farnir að æfa
knattspyrnu, og leiðbeindi Ólafur Rósinkranz þeim. Má meðal