Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 88
84
f
Í
ÍÞRÓTTAFLOKKUR FERGUSONS. Talið frá vinstri, fremsta
rö8 (sitjandi): Ólafur Björnsson, ritstjóri, Vilhj. Finsen, rilstj.
og Pétur Jónsson óperusöngvari. Önnur röð (sitjandi): Adarn
B. Sigmundsson, prentari, SigurSur Þorláksson, skrifari, Ferguson
sjálfur, Bergþór Bergþórsson, prentari og Jón Sigurðsson, heild-
sali. Þ r i S j a r ö S (í fimleikabúningi) : Hannes Helgason, smiSur
og Sveinn Björnsson forseti íslands. Fjórða og efsta röS:
Þorv. ÞorvarSarson, prentsmiSjustj., Ole Finsen, póstmeistari, Pat-
ursson, konsúll og Asgeir SigurSsson, konsúll.
þeirra nefna bræðurna Skúla og Pétur Bogasyni, Gunnlaug Claes-
sen, bræðurna Ingvar og Magnús Sigurðssyni, Jón Isleifsson, Jón
Ófeigsson, Sigurjón Jónsson og Björn Pálsson (Kalman).
Sýndi Björn sérstakan áhuga á íþróttinni og skilning á því,
hvernig menn gætu haft hennar bezt not og tekið framföium.
Náði hann í eitt eintak af enskum knattspyrnureglum og þýddi
þær smám saman, einn kafla undir hverja æfingu, og las upp