Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 93
89
ISokkur orS um knattspyrnu.
Allt frá barnæsku hefi ég haft sérstaklega miklar mætur á lcnatt-
spyrnunni. Engin önnur íþrótt greip huga okkar drengjanna eins
föstum tökum. Ekki man ég hversu gamall ég var, er ég fór fyrst
að spyrna knetti, en það var löngu áður en nokkur skipulegur fé-
lagsskapur um knattspyrnu hafði verði stofnaður fyrir drengi.
Þá var að vísu til Knattspyrnufélag Reykjavíkur, en það var ein-
göngu fyrir fullvaxna menn, og man ég að það háði „orustur mikl-
ar“ við útlendinga af herskipunum hér við land, bæði við enska
og danska sjóliða. — Knattspyrnufélagið Fram kom síðar til sög-
unnar og fór það þá að keppa við Knattspyrnufélag Reykjavíkur.
A þessum árum iðkaði ég knattspyrnu með jafnöldrum mínum
hingað og þangað á túnunum í Vesturbænum og jafnvel á sjálfum
götunum í Miðbænum, því að þá var bílaumferðin ekki komin
til sögunnar og enginn skipti sér af okkur strákunum, nema hvað
„Valdi pól“ lét einstaka sinnum til sín taka í nafni embættis síns
sem lögregluþjónn og stökkti lcappliðunum á flótta. En jafnskjótt
og hann var horfinn úr augsýn, var tekið til aftur við knöttinn á
sama stað, eins og ekkert hefði ískorizt. Upp úr þessu sparki hjá
okkur Miðbæjarstrákunum var svo Knattspyrnufélagið Víkingur
stofnað og var ég aðalhvatamaður að stofnun þess. Var ég þá að-
eins 12 ára gamall.
Fyrir okkur vakti ekkert annað en ánægjan ein með þessari fé-
lagsstofnun, en eftir því sem okkur óx fiskur um hrygg fórum
við að læra knattspyrnureglurnar og leika eftir þeim. Og með
vaxandi þroska og skilningi varð okkur smám saman ljóst, hversu
staðnum. Á þessu fyrsta Islandsmóti fóru leikar þannig, að Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur sigraði hæði hin félögin (Fram eftir
jafnteflisleik), en Vestmannaeyingar gáfu leikinn við Fram. Varð
K- R. þannig fyrsti Islandsmeistari í knattspyrnu.