Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 94
90
góð áhrif knattspyrnan getur haft á drengi, ef leikið er eftir rétt-
um reglum, og vil ég með fáum orðum gera grein fyrir því hér.
Knattspyrnuliðið er skipað 11 leikmönnum. Að sjálfsögðu er
það alveg nauðsynlegt skilyrði fyrir góðum samleik, að hver liðs-
maður kunni knattspyrnutæknina. Hann verður að geta haft fullt
vald á knettinum, geta spyrnt honum með hvorum fætinum sem
er, fjaðráð hann að sér, skalláð hann og stýrt honum með höfðinu.
En það þarf meira til en þetta, til þess að vera góður knatt-
spyrnumaður. Á vellinum gengur leikurinn oftast með miklum
hraða og skapast í sífellu ný viðhorf fyrir liðsmennina, sem þeir
verða að bregðast fljótt við, því að þar er ekki gefinn langur
umhugsunarfrestur. Góður knattspyrnumaður verður því að vera
fljótur að hugsa og framkvæma rétt það sem gera skal. Starfi
heilinn of hægt, þá er hætt við að hann missi af tækifærunum
og mótherjinn noti sér af því. Það er og eðli knaltspyrnunnar,
að hún krefst samvinnu allra liðsmannanna. Það ber ekki sjald-
an við á vellinum, að þegar einhver liðsmaðurinn hefir náð knett-
inum, að hann vil ógjarnan sleppa honum frá sér fyrr en í síð-
ustu lög, í stað þess að treysta á samleiksmenn sína og gefa knött-
inn til þeirra. Ber þetta vitni um eigingirni og brenna slíkir „sóló-
leikarar“ sig hvað eftir annað á því, að knötturinn er af þeim
tekinn af mótherjum og fá þeir þá að heyra ákúrur félaga sinna
fyrir vikið. Slíkir liðsmenn eru í sjálfu sér ekki góðir knattspyrnu-
menn, enda þótt þeir hafi mikla leikni í meðferð knattarins til að
bera, því að þeir spilla góðum upphlaupum og tækifærum til sig-
urs með eigingirni sinni. — Góðir knattspyrnumenn hafa það
ávallt liugfast, að knattspyrna er flokkaíþrótt, sem byggist á sam-
vinnu allra leikmanna. Ef rétt er leikið, þá er sigurinn ekki nein-
um einstökum leikmanni að þakka, heldur öllum kappliðsmönn-
iinum. Af þessu, sem sagt hefir verið hér að framan er ljóst, að
knattspyrnan æfir menn í að hugsa fljótt og rétt og vinna saman
að settu marki. Þetta eru í stuttu máli uppeldisleg áhrif knatt-
spyrnunnar.
Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að hver knattspymu-