Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Síða 98
94
SIGURVEGARAR K.R. Á BÁÐUM I. FL. MÓTUNUM. Slandandi
frá vinstri: Þórtiur Pétursson, Haraldur Gíslason, Benedikt Guii-
bjartsson, Skúli Skúlason, Birgir Guójónsson, Sigurjón Jónsson,
Ari Gíslason og Eyjólfur Arnason. A kné: SigurSur Pétursson,
Erlingur Pálsson og Sigurjón Steindórsson.
með 7 stigum, Valur hlaut 6, Fram 5, I. R. 2 og Víkingur ekkert.
Landsmót I. flokks hófst 15. ágúst. Auk Reykjavíkurfélaganna,
sem þátt tóku í Reykjavíkurmóti I. fl. tóku þátt í landsmótinu
tvö félög utan af landi, frá Akranesi og Hafnarfirði. I móti þessu
giltu þau ákvæði, að það félag, sem tapaði leik, væri þar með
úr mótinu. Er þetta samkv. almennum reglum I. S. I. um knatt-
spyrnumót og gildir þegar um fleiri en fimm þátttakendur er
að ræða.
Urslit urðu þannig: Akurnesingar—Víkingur 2:0, Hafnfirðingar
-—I. R. 3:0, K. R.—Fram 6:2, K. R.—Valur 5:1, Akurnesingar—
Hafnfirðingar 2:0, K. R.—Akurnesingar 2:0. K. R. sigraði með
6 stigum, Akurnesingar hlutu 4 og Hafnfirðingar 2 stig. Vann
K. R. því bæði I. fl. mótin á árinu.
I II. flokki voru og tvö mót, eins og í I. fl. I Reykjavíkurmói-
inu tóku aðeins þátt þrjú félög: K. R., Fram og Valur. Mótið
hófst 21. maí og fór þannig: K. R.—Fram 5:0, Valur—Fram 4:0
i