Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 100
96
S.l. sumar var staddur hér í Reykjavík enskur knattspyrnudóm-
ari, Lieut. Victor Rae að nafni, sem er mjög vel þekktur í Eng-
landi og gegnir þar m. a. ritarastarfi í Knattspyrnudómarafélag
inu. Dæmdi hann tvo leiki í Walterskeppninni. Auk þess hefur
hann haldið fyrirlestur á vegum Knattspyrnudómarafélags Reykja-
víkur og þótt vel takast. Mr. Rae hefur látið í Ijós þá skoð'un
á knattspyrnumönnum vorum, að þeir séu „undursamlega“ góðir
miðað við þær aðstæður, sem hér eru.
Margir eru þeir, sem finnst að knattspyrnan hafi ekki verið
í framför liér undanfarið, jafnvel hið gagnstæða. Ástæður til þess
að um miklar framfarir sé ekki að ræða í þessari íþróttagrein,
má meðal annars rekja til hinnar miklu vinnu, sem hér hefir
skapazt vegna hernámsins og gaf mönnum færri frístundir til æf-
inga en ella. Þá er það og ekki síður ástæða að hentugir æfinga-
vellir hafa ekki verið fyrir hendi og nokkrir þeirra, sem áður
voru til, teknir til annarar notkunar.
íþróttavöllurinn hefir verið aðal æfingavöllurinn, jafnframt því
sem þar hafa farið fram allir kappleikir í hinum mörgu mótum
eldri flokkanna, og auk þess hefir hann verið notaður sem æf-
ingasvæði og keppnisvöllur fyrir öll mót frjálsíþróttanna. En
það er hverjum augljóst, að einn og sami völlurinn, bæði til æf-
inga og kappleikja, ekki aðeins í knattspyrnu heldur og í öllum
öðrum íþróttagreinum, fullnægir hvergi nærri þörfinni. Þá má
einnig minnast á það, að nú hafa um árabil engin tækifæri ver-
ið til þess að fá hingað til lands erlenda þjálfara eða erlenda
flokka til að keppa við né heldur að sækja þá heim. Árið 1939
áttu öll félögin hér kost á því að hafa erlenda þjálfara og fengu
auk þess tækifæri til að þreyta kappleiki við erlenda flokka bæði
hér og utanlands, enda mun það ár vera með glæsilegustu áruni
íslenzkrar knattspyrnu. En senn mun nú aftur rofa til og skapast
aðstaða til vinsamlegra samskifta þjóða á milli, og mun þá mega
vænta þess að íslenzkir iþróttamenn geti aftur tekið upp þráðinn
þar sem liann féll niður og hafið á ný samvinnu á íþróttasviðinu
við frjálsar þjóðir heimsins.
Einar Björnsson.