Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 110
106
um knattspyrnuna. Oftast nær er þaS þannig, að aðkoinufélögin
hafa ekki tíina til að stanza nema eina helgi og verða þau því að
leika dag eftir dag.
Ilaustið 1944 tóku fjögur félög þátt í Norðurlandsmótinu,
Knattspyrnufélag Siglufjarðar (K.S.), íþróttafélagið Magni úr
Höfðahverfi, Knattspyrnufél. Akureyrar (K.A.) og Iþróttafél.
Þór, Akureyri.
Fyrsti leikur mótsins fór fram á Akureyri laugardaginn
30. sept. milli K.S. og K.A. Lauk honum þannig, að K.S. bar
sigur úr hýtum 1:0. Leikurinn var allur fremur daufur og til-
þrifalítill, lið K.A. nokkuð götótt.
Annar leikurinn var milli K.S. og Þórs á sunnud. 1. okt., var
hann öllu fjörugri og margt laglega gert í honum, þrátt fyrir
kalsaveður, lauk honum með sigri Þórs 5:2.
Þriðji leikurinn fór svo fram á mánud. 2. okt. út á Grenivík,
fóru Siglfirðingar þangað og kepptu við Magna. Sigraði Magni 3:1.
Fjórði leikurinn fór því næst fram á Akureyri laugardaginn
7. okt. milli Magna og K.A. Lék nú K.A. liðið mun betur en
síðast, sérstaklega fyrri hálfleikinn, lék þá undan vindi og setti
tvö mörk en fékk eitt. Þrír af eldri leikmönnum félagsins höfðu
gengið úr liðinu, en í staðinn koniu II. flokks strákar og var
liðið mun heilsteyptara þannig. Seinni hálfleikurinn fór svo
nokkuð út uin þúfur, því að þá fóru þeir að skipta um stöður,
sigraði Magni 4:2.
Fimmti leikurinn var milli K.A. og Þórs sunnud. 8. okt.,
var það skemmtilegasti leikur mótsins, léku bæði liðin mjög
vel, enda leikaðferðir líkar, stuttur sainleikur hjá báðum, sigr
aði Þór 2:0.
Sjötti og síðasti leikur mótsins fór svo fram þriðjud. 10. okt.
milli Magna og Þórs, var hans beðið með nokkrum spenningi,
því bæði félögin höfðu sigrað sína tvo leikina hvort. Það hafði
snjóað dálítið um nóttina, en þiðnaði er á daginn leið og var
því völlurinn rennblautur og háll, varð knötturinn fljótlega
þungur og blautur og því illt að spyrna honum, einkum lang-
spyrnur. Koinu sér nú vel hinar stuttu spyrnur Þórsaranna