Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 112
108
Knattspyrnan erlendis.
Knattspyrnan á meginlandinu var ekki upp á marga fiska s.l.
ár. Millilandakappleikir fáir og yfirleitt illa skipulagðir og gáfu
því varla rétta mynd af styrkleika viðkomandi landa.
Eins og hin stríðsárin lék England hina venjulegu leiki við
Skotland og Wales, en þar var aðeins um leiki innan hersins að
ræða. 22. apríl unnu Skotar Englendinga með 3:2, en töpuðu skömniu
síður með 6:2. Þá unnu Bretar báða leikina við Wales.
Leagu-keppnin var með sama sniði og hin stríðsárin, en bÍKar-
keppnin fór fram með gamla fyrirkomulaginu. Sigurvegari í Leagu
keppninni varð Charlton, en Chelsea sigraði í bikarkeppmnni.
Spánn og Portúgal léku einn leik og sigraði Spánn. Þá léku
Frakkar á jólakvöld sinn fyrsta kappleik eftir endurheimcingu
frelsis síns. Unnu þeir Belga í París með 3:1 eftir spennandi leik.
Svíþjóð, Danmörk og Finnland, sem léku innbyrðis nokkra
leiki á stríðsárunum, hreyfðu sig ekkert s.l. ár af hernaðarástæð-
um. Svíar komu á stað svokölluðum „pressukappleikjum", þar
sem ritstjórar íþróttahlaða og tímarita völdu lið úr því, sem eft-
ir var, þegar landsliðið hafði verið valið. Sigraði „pressan“ í bæði
skiptin. Meistarakeppnin í Allesvenskan fór svo, að M.F.F. í Malmö
Þar sem stigin stóðu jöfn milli félaganna í 1. og 3. flokki,
þurftu þau að keppa til úrslita í báðum flokkum. I 1. flokki
unnu Haukar með 2:1, en i 3. flokki vann F.H. með 1:0
Haukar unnu því Vormótið með 10 stigum, en F.H. hlaut 6 stig
HaustmótiS: Fyrri umferð 1. flokkur: Haukar og F.H. 2:2:;
2. flokkur: Haukar og F. H. 2:2; 3. flokkur: F. II. vann
Hauka 2:0.
Seinni umferð. 1. flokkur: Haukar unnu F.H. 2:1; 2. flokkur
Haukar unnu F.H. 3:1; 3. flokkur: F.H. vann Hauka 2:0.
Eftir Haustmótið voru félögin jöfn að stigum, með 6 stig hvort.
Eftir Vor- og Haustinót hlutu Haukar 16 stig og unnu þar með
knattspyrnubikar l.S.Í. og titilinn „Knattspyrnumeistarar Hafnar-
fjarðar“. F.Il. hlaut 12 stig fyrir hæði mótin.