Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Qupperneq 114
110
Knattspyrnuráð Reykjavíkur.
Hinn 28. maí 1919, ákveður stjórn í. S. í. á fundi sínum að skipa
nefnd, er fara skuli með sérgreinarmálefni knattspyrnuíþróttarinnar
í Reykjavík. Fyrir fundinn hafði stjórn í. S. I. farið þess á leit
við stjórnir reylcvísku féláganna fjögra, að þau tilnefndu hvert fyrir
sig 2 menn í liina væntanlegu nefnd. Úr hópi þeirra manna skipaði
svo Í.S.I. eftirtalda menn í nefndina:
Egil Jacobsen, (tilnefndan af Í.S.I.), Axel Andrésson (Víking),
Erlend Ó. Pétursson (KR.), Pétur Sigurðsson (Fram), Magnús
Guðhrandsson (Val).
Á fyrsta fundi „Knattspyrnunefndar Reykjavíkur“, sem haldinn
var tveim dögum síðar, var Egill Jacobsen kosinn formaður, en
Erl. Ó. Pétursson ritari nefndarinnar. Nefndinni fannst starfsvið
sitt of þröngt og hún ekki ná tilgangi sínum, nema það væri víkkað
svo, að það næði yfir allt landið. Stjórn I.S.I. virðist þegar hafa
fallist á þetta allt, því í fundargjörð 2. fundar nefndarinnar —
viku síðar — stendur: „Knattspyrnuráð íslands“. Þessu nafni heldur
ráðið þar til 8. okt. 1922, að stjórn Í.S.t. breytir nafninu og er
það þá og síðan nefnt „Knattspyrnuráð Reykjavíkur“. Að Knatt-
spyrnuráði Islands höfðu staðið, auk áðurnefndra fjögra félaga:
Úr Reykjavík: Knattspyrnufélagið „Völsungar“, úr Hafnarfirði:
„17. júní“, og „Framsókn“ og „Hörður“ frá ísafirði.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Knattspyrnufélögin Fram, Val-
ur og Víkingur verða þá ein aðiljar að K.R.R. og skipan þess sem
áður: fjórir fulltrúar frá félögunum, en Í.S.f. skipar svo formann-
inn eftir tilnefningu áðurgreindra félagsstjórna. Árið 1943 gerist
fimmta félagið aðili að K. R. R., er það fþróttafélag Reykjavíkur.
Skipan K. R. R. 1944 var því á þann veg háttað, að það var skip-
að fimm fulltrúum, er sjélfir kusu sér formann, sem síðar fékk
svo staðfestingu I. S. I. 1945 breytist svo enn kosning formanns,
með því að þá er fþróttabandalag Reykjavíkur stofnað, sem m. a.
hefur þann starfa að kjósa formenn sérráða, innan sinna vébanda,
er siðan skulu hljóta staðfestingu I. S. I.
Starf ráðsins hefur aðallega verið í því fólgið að sjá um og annast