Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 115
111
framkvæmd hinna ýmsu knattspyrnumóta, bæði innanhéraðs- og
landsmóta, og verið í mörgu ráðgefandi Í.S.Í. um knattspyrnumál.
Þá hefur það gengizt fyrir heimsóknum erl. flokka og utanförum
ísl. knattspyrnumanna. Loks hefur það séð um útvegun og lög-
gildingu dómara þar til að K. D. R. var stofnað. Þá fór K. R. R.
með dóms- og úrskurðarvald þar til í okt. 1944, að Héraðsdómur
I. B. R. var staðfestur af í. S. í. Nú er K. R. R. því þröngur stakk-
ur skorinn og valdssvið þess aðeins orðinn svipur lijá sjón. Er
það miður farið, því K. R. R. liafði áunnið sér traust allra er til
þekktu, fyrir góða skipulagningu og fyrir rökfasta og réttláta dóma,
enda ávallt haft góðum fulltrúum á að skipa.
Æðsta vald knattspyrnuíþróttarinnar í Reykjavík hefur frá því
1938 verið í höndum „Ársþings knattspyrnumanna í Reykjavík“.
sem haldið hefur verið árlega síðan og markað stefnu K. R. R.
frá ári til árs. Þar gerir og fráfarandi ráð grein fyrir gerðum sín-
um og gerir reikningsskil.
Núverandi Knattspyrnuráð Reykjavíkur er skipað þessum
ntönnum:
Jón Þórðarson (Fram) formaður, Sveinn Zöega (Valur) vara-
formaður, Ólafur Jónsson (Víkingur) ritari, Guðmundur S. Ilofdal
(í. R.) gjaldkeri, Sigurður Halldórsson (K. R.) meðstjórnandi.
J. Þ.
25 ára afmœli K.R.R.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur minntist 25 ára afmælis síns með
samsæti í Oddfellow 30. maí. Hófið sátu þeir, sem starfað liafa
1 K.R.R. 0g tii náðist auk nokkurra gesta. Undir borðum fluttu
ræður þeir Ólafur Sigurðsson, form. K.R.R., Benedikt G. Wáge,
forseti Í.S.Í., Erlendur Pétursson, form. K.R. og Bjarni Benedikts-
son horgarstjóri. Ráðinu bárust margar heillaóskir og forseti Í.S.Í.
afhenti formanni þess eirskjöld með merki sambandsins og áletr-
uðum heillaósku m.
8