Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 136
132
hve langt skeið þeir áttu að þreyta, 500 stikur eða 250 frari' og
aftur. Mest var kappið milli þeirra sundgarpanna Stefáns Uiafs-
sonar og Sigtryggs Eiríkssonar og mátti lengi vel ekki á milli sjá,
hvor myndi bera hærri hlut. En er þeir höfðu synt 400 stikur
þaut Stefán fram úr af miklum snarleik og náði marki rúmum
10 sek. á undan. Dundi þá við lófaklapp hjá áhorfendum. sem
þakklæti fyrir ágæta frammistöðu sundmanna. Þegar þeir gengu
upp bryggjuna lék hornaflokkur „Eldgamla ísafold“. Skömmu
síðar, er sundmenn höfðu þurkað sér, var Stefán leiddur fram á
bryggjuna og honum afhentur „Sundbikar íslands“. Kvað þá við
nífalt fagnaðaróp frá öllum þingheimi, til þess að árna þessum
efnilega íþróttamanni til hamingju sem fyrsta „sundkóngi ís-
lands“. Heildarúrslit sundsins urðu annars þessi:
Sundkongur: Stefán Ólafsson 9:54,4 mín. 2. Sigtryggur Eiríksson
10:05,0 mín. 3. Guðm. Kr. Sigurðsson 11:21,4 inín. 4. Einar Guð-
jónsson 11:45,0 mín. 5. Sigurjón Sigurðsson 11:51,4 mín. 6. Sigurður
Sigurðsson 11:54,0 mín. 7. Guðm. Kr. Guðmundsson 11:57,8 mín.
13. ágúst 1911 fór „tslendingasundið“ fram í annað sinn á sama
stað. Úrslit urðu þessi:
Sundkóngur: Benedikt G. Waage 10:10,7 mín. 2. Sigurður
Magnússon 10:34,8 mín. 3. Stefán Ólafsson 10:40,0 mín. 4. Guðm.
Kr. Sigurðsson 12:22,7 mín. 5. Sigurjón Sigurðsson 12:39,0 mín.
6. Björn Björnsson 13:01,0 mín.
25. ágúst 1912 var keppt í þriðja sinn á sama stað. Úrslit urðu:
Sundkóngur: Erlingur Pálsson 9:06,0 mín. (Met).
Um vorið hafði Erlingur synt þessa vegalengd (500 m.) á hinum
glæsilega tíma — 8:16,0 mín. — að viðstöddum löglegum tímavörð-
um. Þetta met Erlings (9:06,0) stóð samfleytt í 16 ár eða til árs-
ins 1928.
Stríðsárin 1913—1918 var ekki keppt í íslendingasundinu.
3. ágúst 1919 fór sundið loks fram aftur. Var nú keppt á nýjum
stað eða við Örfirisey. Úrslit urðu þessi:
Sundkóngur: Árni Ásgeirsson 9:57,4 mín. 2. Pétur Árnason 11:27,0
mín. 3. Erlingur Jónsson 12:10,0 mín. 4. Friðrik Ólafsson 12:41,4