Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 156
152
100 m. skriðsund karla. 1. Kristján Benediktsson (Stjarnan)
1:22,3 mín. 2. Torfi Magnússon, Stjarnan 1:22,5; 3. SigurSur
Lárusson, Stjarnan.
Eyjafjarðarsund.
19. júlí s. 1. vann 15 ára stúlka, Sigrún Sigtryggsdóttir frá
Breiðabóli á Svalbarð'sströnd, það frækilega afrek að synda yfir
Eyjafjörð. Hóf hún sundið úr Veigastaðabás austan Eyjafjarðar
og synti síðan alla leið yfir að Torfunesbryggjunni á Akureyri.
Svam hún vegalengdina (tæpa 2 km.) á röslcum klukkutíma. Þetta
afrek er þeim mun glæsilegra að Sigrún hafði skömmu áður róið
yfir Pollinn og farið að öðru leyti óundirbúin í sundið.
íþróttamót Austurlands
að Eiðum 6. ágúst. Keppt var m. a. í tveim sundum:
50 m. skriSsund karla: 1. Ragnar Magnússon 36,1 sek. 2. Guðin.
Björgólfsson 38,4.
100 m. bringusund karla: 1. Sigþór Lárusson 1:29,4 mín. 2. Ingi-
mar Jónsson 1:34,0.
Sundkeppni
fór fram sunnudaginn 13. ágúst í sundlaug Siglufjarðar milli
Péturs Eiríkssonar úr Reykjavík annarsvegar og átta Siglfirðinga
hinsvegar. Vegalengdin var 1500 m. Syntu Siglfirðingarnir
boðsund, 200 m. hver nema sá síðasti, sem synti 100 m., en
Pétur synti alla vegalengdina.
Leikar fóru þannig að Siglfirðingar unnu á 27:44,0 mín., en
Pétur var 28:52,3 mín. —
Sundkeppni á Akranesi.
27. ágúst var haldin sundsýning í Bjarnarlaug á Akranesi. I
sambandi við sýninguna fór fram keppni í eftirtöldum sundum:
50 m. bringusund kvenna: 1. Aðalheiður Oddsdóttir 50,1 sek.
50 m. bringusund karla. 1. Sigurður Guðmundsson 41,7 sek.
Keppt var unt sundmeistaratitil Akraness.