Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 163
159
Erlendar sund-fréttir.
Af sldljanlegum ástæðum hefur reynzt erfitt að' afla erlendra
frétta einkum í sundi og knattspyrnu, því bæði er það að mjög
hefur dregið úr íþróttakeppni vegna ófriðarins og samgöngur verið
slæmar. Yerða fréttirnar frá e lmdum vettvangi því frekar fá-
tæklegar að þessu sinni.
Bandaríski sundgarpurinn Alan Ford frá Yale setti s.l. ár nýtt
heimsmet í 100 yards frjálsri aðferð á 49,7 sek. Er hann þar með
sá fyrsti, sem fer undir 50 sek., en það hefur verið talið jafngott
og að hlaupa míluna á 4 mín. Johnny Weissmiiller (Tarzan) átti
gamla metið 51,0 sek. —- sett fyrir 17 árum. 1943 synti Alan Ford
þó á skemmri tíma eða 50,6 sek. Ford setti einnig nýtt heimsmet
í 100 metra frjálsri aðferð — 55,9 sek. — og hætti þarmeð met
Peters Fick landa síns um % sek. Gerði Ford þetta í sama sundinu.
Af sérstökum ástæðum gat Ford ekki tekið þátt í Bandaríkja-
meistaramótunum, hvorki utanhúss né innan. Innanhússmeistari
á 100 yards frjálsri aðferð varð hinn kornungi sundgarpur Bill
Smith frá Hawaii (51,6 sek.). Hann varð einnig meistari í 220
yards á 2:08,0 mín. (aðeins 9/10 sek. lakara en hans eigið heims-
met) og 440 yards á 4:42,1 mín. I 220 yards sundinu synti Smith
200 yards á 1:55,1 mín., sem er nýtt heimsmet og 1,3 sek. betra
en met Weissiniillers. A sama móti setti Adolph Kiefer, baksunds-
meistarinn frægi, nýtt heimsmet í 300 yards þríþrautarsundi (bringa,
bak og skriðsund) — 3:23,9 mín., en í því sundi er ekki staðfest
heimsmet. Josepli Verdeur er sem stendur bezti hringusundinaður
Bandaríkjanna. Synti hann 220 yards á 2:40,3 mín., sem er aðeins
3,1 sek. lakara en heimsinetið.
Á utanhússmeistaramótinu vantaði auk Fords hæði Smith og
Kiefer. Meistari á 400, 800 og 1500 ni. frjálsri aðferð varð Keo
Nakama frá Hawaii, ungur og efnilegur þolsundsmaður, Synti
hann 1500 m. á 19:42,6 mín., sem er nýtt Meistaramótsmet. 100 og
200 metra frjáls aðferð vann annar kornungur og efnilegur sund-
maður, Jerry Kerschner að nafni, á tímununi 59,0 sek. og 2:12,9 mín.
11