Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 166
162
Sundrá'ð Reykjavíkur (S.R.R.).
er stofnað 1932 og var fyrsti fundur þess haldinn 18. marz það ár.
Fyrsta stjórn þess var þannig skipuð: Formaður: Erlingur Pálsson,
varaformaður: Þórarinn Magnússon, ritari: Torfi Þórðarson, gjald-
keri: Jón Jóhannesson og meðstjórnandi: Eiríkur Magnússon.
Núverandi stjórn ráðsins er þannig skipuð: Formaður: Erlingur
Pálsson (hefur verið það frá byrjun), gjaldkeri: Ogmundur Guð-
inundsson, ritari: Einar Sæmundsson og meðstjórnendur: Jón D.
Jónsson og Steingrímur Þórisson.
Sunddómarar.
Skömmu eftir a3 Sundráð Reykjavíkur var stofnað liélt það
dóinaranámskeið og próf fyrir dómaraefni í sundi og sundknatt-
leik. Eftirfarandi menn voru þá útskrifaðir sem löggiltir sund-
dómarar: Björgvin Magnússon, Gísli Þorleifsson, Jón D.
Jónsson og Páll Þorláksson. — Prófdómendur voru þeir
Erlingur Pálsson, Eiríkur Magnússon, Jón ' Pálsson og
Þórarinn Magnússon. Um svipað leyti útskrifuðust þeir
Björgvin Magnússon og Páll Þorláksson sem löggiltir dórn-
arar í sundknattleik. Voru prófdómendur þeir sömu.
Fyrir fáeinum árum luku þessir prófi sem sundknattleiksdóm-
arar: Jón D. Jónsson, Jón Ingi Guðmundsson og Þorsteinn Hjálin-
arsson. Prófdómendur voru þeir Þórarinn Magnússon, Jón Páls-
son og Erlingur Pálsson.
I Bretlandi er árangur skozku stúlkunnar Nancy Riach talinn
mesti viðburður ársins í sundíþróttinni. Er hún álitin efnilegasta
sundkonan, sem fram hefur komið þar í landi. Riach hefur synt
50 yards á 26,9 sek. og 100 yards á 1:01,6 mín. Tími hennar á míl-
unni — 24:40,0 mín., sýnir ennfremur að hún hefur mikið úthald.
Hún á nú þegar öll brezk met á vegalengdum upp að 500 yards
frjálsri aðferð.