Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Síða 170
166
Olympíuleikarnir í Berlín 1936.
Þann 16. júlí 1936 lagSi 50 manna flokkur íslenzkra íþrótta-
manna af stað frá Reykjavík áleiSis til Berlínar á Olympíuleikana.
Meðal þessara íþróttamanna var úrvalslið sundknattleiksmanna,
sem var fyrsti ísl. sundflokkurinn, sem keppir á erl. vettvangi. f
flokknum vorti þessir menn: Stefán Jónsson og Þorst. Hjálmarsson,
báðir úr Armanni, Pétur Snæland (K.R.) Magnús B. Pálsson,
Þórður Guðmundsson, Úlfar Þórðarson, Jón D. Jónsson, Jónas
Halldórsson, Logi Einarsson, Rögnvaldur Sigurjónsson og Jón
Ingi Guðmundsson, allir úr Ægi. Þjálfari þeirra var Jón Pálsson
en Erlingur Pálsson fararstjóri.
Áður en sjálf Olympiukeppnin hófst, keppti sundknattleiks-
flokkurinn 6 leiki við marga af sterkustu sundknattleiksflokkum
Þýzkalands. Fyrsti leikurinn var við „Spandau 04“, sem > ar 3. sterk-
asti sundknattleiksflokkur Þýzkalands. 2 dögum áður hafði flokk-
urinn unnið japanska úrvalsliðið með 16:2 svo ekki var von á góðu.
Enda unnu Þjóðverjar leikinn með 7:3 eftir 5:0 í fyrri hálfleik.
Léku þeir af miklu meiri hörku en íslendingarnir áttu að venjast
og komu þeiin því algerlega á óvart fyrst í stað. Þjálfari þýzka
flokksins sagði eftir leikinn, að fslendingar léku vel, en næstum
því of prúðmannlega. Teim dögum síðar léku íslendingar við
þýzku meistarana „Weisensee“ og töpuðu að sjálfsögðu, þrátt fyr-
ir nokkuð jafnan síðari hálfleik. Úrslit 9:1. Þriðji kappleikur-
inn var við „Schönenberg“ sem varð jafntefli eftir harða viður-
eign, 3:3. Fjórða leikinn vann „Poseydon“ með 6:0 og var það
lélegasti leikur íslendinganna. Fimmti leikurinn var við „Plötsen-
see“, sem sigraði með 6:3 og loks sá sjötti og síðasti við „Hellas“,
sem er elsta sundfélagið í Berlín. Stóðu íslendingarnir sig þar
prýðilega og unnu leikinn með 3:1. Eftir þetta var æft stöðugt í
5 daga undir aðalkeppnina. Þjálfari Bandaríska flokksins hafði
fylgzt með æfingunum og kvað hann íslenzka flokkinn ótrúlega
góðan eftir svo stutta æfingu, en það sem skorti mest væri harka
og kappleikaæfing.
8. ágúst hófst aðalkeppnin með leik við Sviss. Var hann jafn
til að byrja með, en svo lcom dálítið óhapp fyrir landana, sem