Úrval - 01.06.1943, Page 2
BRÉF FRÁ LESENDUM.
ri í-j skrifar: „. . . Þriðja
heftið þykir mér síðra
því fyrsta. „Brennivín“ þykir
mér léleg saga; „Aðeins ein
tönn“ og „Milli manns . . .“
kostarýrar. Greinin „Fæðast all-
ir menn jafnir?" finnst mér arg-
asta fimbulfamb og vildi ég
óska, bæði vegna ritsins og les-
endanna, að slíkt gutl sæist þar
aldrei framar. Hinar greinamar
er ég sáttur við.
Fyrsta hefti 2. árg. finnst mér
jafnbetra. . . . Ég amast ekki
við glöggum greinum, sem
snerta ástand heimsins — jafn-
vel þótt i þeim sé dálítill „skot-
grafahrollur". „Einvígið“ er mér
að skapi; það er skarpdregin,
ágæt skyndimynd. . . . Sam-
þjöppun á bókum held ég eigi
fullan rétt á sér — í stuttu máli
vantar okkur samþjöppun á
flestum sviðum, til að vinna á
móti upplausn og útþynningu.
Um eitt gæti Urval verið
flestum bókagjörðarmönnum til
fyrirmyndar: Að nota rúmið á
pappímum, enda er í því efni þörf
á gagngerðri ,,siðabót“ (Tvennt
er mér mest andstyggð í því
sambandi, ,,ljóðabækur“, sem
mest eru óskrifaður pappír, og
tímarit, sem bíta í sundur allt
lesmálið til að hræra innan um
það skrumauglýsingum).
Þó að ég hafi fundið hér að
ýmsu, sem mér þykir miður, vil
ég engu síður viðurkenna það,
sem mér finnst vel gert, og það
er m a r g t í Urvali, sem gott
má teljast. En því aðeins ber
það nafn með réttu, að fyllstu
vandvirkni sé gætt í vali — en
þá er því um leið tryggð góð
framtíð og heiðurssess i bók-
menntum þjóðarinnar. Óska ég
eindregið að svo megi verða! Ut
af brotinu „Síðasta gangan“,
datt mér í hug, hvort Urval gæti
ekki krækt í gagnorða grein um
gönguleiðangurinn á „Mont
Everest,“ því yrði ég feginn og
fleiru slíku.“
tíRVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson. Afgreiðsla og ritstjórn Kirkjustræti 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 7,00
hvert hefti. Utanáskrift tímaritsins er: Urval, pósthólf 365, Reykjavík.
Sent til allra bóksala á landinu, og taka þeir við áskriftum. Einnig
sent gegn póstkröfu til áskrifenda, sem ekki búa í nágrenni bóksala.
ÚTGEFANDI : STEINDÓRSPRENT H.F.