Úrval - 01.06.1943, Síða 7
LEYNILEG SENDIFÖR TIL NORÐUR-AFRÍKU
5
þessa, en nú virtist hamingjan
ætla að snúa bakinu við Clark
hershöfðingja. Jerry Wright
heyrði veðragný, og hljóp út.
Vindurinn hvein í tígulsteinin-
um á þaki hússins og mannhæð-
ar háar öldur æddu á land.
Wright vissi, að bátar þeirra
mundu aldrei geta komizt í
gegnum brimið. Hann gekk
dapur í bragði aftur til húss-
ins.
En það steðjaði líka að þeim
önnur hætta, því að Arabaþjón-
arnir tveir, sem verið höfðu á
bænum, en var sagt upp um
morguninn í öryggisskyni, fóru
til lögreglunnar. Þeir skýrðu
frá því þar, að þeir hefði séð
menn bera stórar byrðar (bát-
ana) upp að bænum. Hann hlaut
að vera bækistöð smyglara, því
að það hafði hann verið einu
sinni í fyrndinni. Innan stundar
var lögreglubifreið lögð af stað
til fundarstaðarins .. .
Sólin gekk til viðar og það
var kveikt í ráðstefnuherbergi
bóndabæjarins. Viðræðunum var
að verða lokið og það var að-
eins eftir að ganga frá einu
atriði.
Einn hinna frönsku foringja
sagði: „Það verður nauðsynlegt
að hafa foringja hér, sem við
getum allir fylgt. Ég sting upp
á Henri Honoré Giraud hers-
höfðingja.“
. „En hann er í Frakklandi,“
svaraði Clark. „Hann er raun-
verulega fangi þar.“
„Það verður að bjarga hon-
um og flytja hann hingað. Hann
er eini foringinn, sem allar hin-
ar sundurleitu deildir hersins
geta sameinazt um.“
Clark féllst á það og lofaði,
að Giraud skyldi verða bjargað
og fluttur til Afríku. (Það lof-
orð var haldið — en það er önn-
ur saga).
Allt í einu hringdi síminn í
næsta herbergi. Mennirnir
hrukku við og litu hver á ann-
an. Húseigandinn svaraði í sím-
ann og kom andartaki síðar
hlaupandi inn, dauðskellkaður á
svip.
„Lögreglan! Hún verður kom-
in eftir fimm mínútur!“
Flestir frönsku liðsforingj-
arnir — þeir æðstu — forðuðu
sér í flýti. Þeir áttu á hættu,
að verða skotnir fyrir drottin-
svik, ef þeir fyndust þarna
undir þessum kringumstæðum.
Menn Clarks flýttu sér að
safna öllum skjölum og landa-
bréfum saman og stungu þeim
inn á sig. Þeir voru eins og milli