Úrval - 01.06.1943, Side 10
8
tJRVAL
til þess að láta sér koma til
hugar að fara á flot í þessu á
slíkum smákænum. Clark fór úr
ytri klæðum, unz hann stóð á
nærfötunum einum. Hann tók
fötin undir handlegginn, og óð
út í brimið með Livingston. Þeim
tókst að komast upp í bátinn
og stungu árunum djúpt í sjó-
inn, til þess að ná sem beztu
átaki. Þá reið ólag yfir, bátnum
hvolfdi, og Clark og Livingston
hurfu í sjólöðrið. Andartaki
síðar komu þeir í ljós aftur,
holdvotir og bölvandi. Hinir
náðu bátnum, en straumurinn
hrifsaði árarnar og föt hers-
höfðingjans.
Einhver æpti: ,,Náið fötun-
um!“
Wright svaraði: „Fötin mega
fara til fjandans.Náiðárunum."
Þeir náðu árunum, en bux-
urnar eru ennþá einhversstaðar
við strendur Afríku.
Jafnvel Clark varð að kann-
ast við, að það væri ógerning-
ur að komast frá landi þessa
nótt. Honum var líka ljóst, að
ef veðrið lægði ekki, gæti svo
farið, að þeir yrði að vera þarna
dögum saman. En hann harð-
neitaði að fara aftur ofan í
kjallarann, hvort sem lögreglan
væri á næstu grösum eða ekki.
Hann vildi, að þeir leyndust í
skóginum, þar sem menn gátu
þó barizt eins og hermönnum
sæmdi.
Þeir földu sig og bátana inn-
an um pálmatrén, og skulfu í
nærklæðunum. Næsta dag stóðu
háttsettir foringjar vörð í nær-
buxunum. Það var alltaf jafn
hvasst, svo að ekki var hægt að
komast frá landi.
Klukkan ellefu um kveldið
kom lögreglan aftur. Mennirnir
í skóginum földu sig vandlega,
en höfðu byssurnar tilbúnar.
Murphy tók aftur á móti lög-
reglunni, brosandi og alúðlegur.
Lögreglan leitaði ekki í skógin-
um, en hún sagðist ekki vera
ánægð með þessi málalok og til-
kynnti, að hún mundi koma aft-
ur að morgni. Hættan var þó
liðin hjá í bili.
Um klukkan f jögur um morg-
uninn virtist vindinn hafa lægt
nokkuð, enda þótt brimið væri
enn mjög mikið.
„Við skulum reyna aftur,“
sagði Clark. Orðsending hans til
kafbátsins var með skipunar-
tón: „Komið eins nærri og þið
mögulega getið.“
Jumbo, Knight og frönsku
liðsforingjarnir tveir studdu