Úrval - 01.06.1943, Page 34
32
ÚRVAL
niður laxinn og dreifðu honum
út um víða veröld.
Þrátt fyrir þessa gífurlegu
veiði virtist laxinn ekkert ganga
til þurrðar. Það voru að vísu
mikil áraskipti að aflanum, en
engin stöðug rýrnun.
Á fyrstu áratugum þessarar
aldar hófst hin mikla rafmagns-
öld í Bandaríkjunum og um
sama leyti hófust einnig áveit-
ur í all-stórum stíl. Þá fóru
bráðlega að heyrast raddir um
það, að sjálfsagt væri að nota
hið gengdarlausa vatnsafl í
Columbiafljótinu til framleiðslu
á rafmagni og til áveitu á afar
víðáttumikil og frjósöm lands-
svæði í nágrenni þess, sem ekki
var hægt að rækta sokum vatns-
skorts.
En til þess varð að byggja
stórkostlega stíflugarða í fljót-
ið og því voru þessar raddir
þaggaðar niður, lengi vel, af
þeim, sem áttu alla lífsafkomu
sína undir því, að laxinn fengi
að ganga óhindraður upp fljót-
ið. Það voru ekki einungis
fátækir fiskimenn, sem þarna
áttu hlut að máli, heldur og
voldugir auðhringar, sem áttu
niðursuðuverksmiðjurnar og
ráku veiðiskap í stórum stíl.
Það er auðvelt að gera sér í
hugarlund, hvað í húfi var, er
við athugum, að meðalársveiði
er 70 milljón króna virði!
Því var haldið fram af þess-
um aðilum, að vegna þess, hve
stíflugarðarnir yrðu að vera
stórir og háir, væri engin leið
að koma við laxastigum við þá,
enda væri laxagengdin svo mikil,
að laxastigar væru allsendis
ónógir. Þess vegna væri leiðinni
upp ána til hrygningarstöðv-
anna lokað með þessum stífl-
um og laxastofninn dauða-
dæmdur.
Lengi vel var málið kveðið
niður, en smám saman óx því
fylgi, því að allir óhlutdrægir
menn sáu hvílíkir möguleikar
lágu þarna ónotaðir. Þar að
auki fullyrtu margir verkfræð-
ingar og náttúrufræðingar, að
það væri engum sérstökum
erfiðleikum bundið að búa svo
um stíflurnar, að laxinn kæmist
upp ána. Að lokum kom að því,
að sambandsstjórnin í Washing-
ton fól verkfræðingasveitum
hersins að byggja stíflugarð og
rafstöð í ána, nálægt smábæ,
sem Bonneville heitir. Stjórnin
lagði afar ríka áherzlu á það,
að í sambandi við stíflugarðinn
ætti að byggja eins fullkomna
laxastiga og nokkur kostur væri