Úrval - 01.06.1943, Page 44
42
tJRVAL
fram, skulum við athuga lítið
eitt nánar, hvað menn verða að
greina með heyrn sinni til þess
að geta talizt tónvísir (músík-
alskir).
I. TÖNHÆÐ. Þeir, sem
geta lært lag, greina þar með
hljóman mishárra tóna, vegna
þess að sérhvert lag saman-
stendur af misjafnlega háum
og lágum tónum. Þess konar
tónskynjun (tónhæðarskynjun)
nefnist afstæð (relativ), í mót-
setningu við algjöra (absolut)
tónskynjun, sem segir með
nafni nákvæmlega til um hvern
einstakan tón án styðjandi sam-
anburðar við annan tón. Það er
mjög nauðsynlegt, að þeir sem
syngja, spila á strengjahljóð-
færi (fiðlu, celló o. fl.) og blást-
urshljóðfæri hafi nákvæma tón-
heyrn. Hins vegar er ráðlegt
fyrir þá, sem ekki hafa sérlega
næma tónheyrn, að leggja held-
ur fyrir sig píanó- eða orgel-
leik. En þeir örfáu útvöldu, sem
gæddir eru hinni fágætu algjöru
heyrnargáfu, standa mjög vel
að vígi á hvaða sviði tónlistar
sem er. Þeir geta jafnvel heyrt
mun á einstrikuðu a-i (sbr.
þrjú fyrstu hljóðfallsprófunar-
dæmin), sem á að telja 440
sveiflur á sekúndu, þótt ekki
skeiki nema um tvær til þrjár
sveiflur.
II. STYRKLEIKI. Þessi eðlis-
þáttur tónlistarinnar er ná-
tengdur tilfinningunni. Þegar
talað er um, að þessi eða hinn
syngi eða spili af tilfinn-
ingu, er ekki hvað sízt átt við
það, að hann fylgi nákvæmlega
öllum styrkleikabreytingum. —
Það er nauðsynlegt, að eyrað
venjist því að fylgjast vel með
minnkandi og vaxandi tónstyrk-
leika. Við það eykst hin hlust-
næma nautn mjög mikið.
III. HLJÓMSKYNJUN. Ef
þú hefir sungið í kvartett (eða
kór) eða stundað samleik á
hljóðfæri, hefir þú eflaust oft
fengið tækifæri til að heyra
mismuninn á góðum og slæm-
um hljómi, allt eftir því hvort
samstilling raddanna eða hljóð-
færanna er rétt eða röng. Regl-
ur um góða hljóma og slæma,
samhljóma (harmoni) og mis-
hljóma (disharmoni), hafa frá
öndverðu verið háðar sífelldum
breytingum. Um leið og hljóm-
rænt skynsvið mannsins stækk-
aði, viðurkenndi hann smám
saman fleiri og fleiri hljóma
sem samhljóma. Það, sem fyrst