Úrval - 01.06.1943, Síða 59
Er vírus-lungnabólga
fln
Nýr sjúkdómur?
Grein úr „The American Mercury“.
eftir dr. Robert H. Feldt.
A SÍÐUSTU tíu árum hefir
komið fram á sjónarsviðið
ný tegund iungnabólgu. Sjúk-
dómur þessi hefir oft verið
greindur í skólum, herbúðum
og víðar, þar sem mikill fjöldi
fólks er saman kominn. Sjúk-
dómurinn er nefndur vírus-
lungnabólga, vegna þess að or-
sök hans er vírus, (stundum á
Islenzku nefndir huldusýklar),
einn þeirra smágerðustu sýkla,
sem menn þekkja. Það er kald-
hæðni örlaganna, að þessari
tegund lungnabólgu skuli skjóta
upp nú, þegar mönnum er að
takast að vinna bug á öðrum
tegundum lungnabólgu með hin-
um þekktu sulfa-lyfjum og
blóðvatnsinngjöfum. Nauðsyn
ber til að finna nýjar lækninga-
aðferðir, þar eð þessa nýju veiki
er ekki hægt að lækna með áður
þekktum lyfjum.
Líkist vírus-lungnabólga in-
flúenzu og er líklegt að hún
breiðist mikið út sem farsótt?
Hvers vegna hefir hún komið í
ljós nú? Er hún eins banvæn og
aðrar tegundir lungnabólgu ?
Vísindamenn víða um heim gera
nú tilraunir til að svara þess-
um spurningum og mörgum öðr-
um varðandi vírus-lungnabólgu.
Pyrstu einkenni vírus-lungna-
bólgu eru venjulega slappleiki
og beinverkir. Stundum eru ein-
kennin eins og við ofkælingu.
Sjúklingur heldur, að hann sé
að fá kvef, virðist ekki vera sér-
lega veikur og reynir oft að
halda áfram vinnu. Eftir einn
til tvo daga fær hann háan hita,
harðan hósta og finnur nú, að
hann er alvarlega veikur. Enda
þótt einkennin séu alvarleg,
nær sjúklingur sér venjulega á
tveim til þrem vikum. I einstaka
tilfelli fær sjúklingur þó ekki
fullan bata, fyrr en eftir nokkra
mánuði. Oft finnst sjúklingi
hann vera orðinn vinnufær, en
er hann fer að vinna, slær hon-
um niður aftur. Mikill slappleiki