Úrval - 01.06.1943, Qupperneq 65
„Maðurinn er það, sem hann etur.“
Orsakir andremmu.
Grein úr „Magazine Digest“
eftir Oscar Pollock, læknl.
U versu oft hafið þér ekki lesið
* feitletraðar auglýsingar,
sem spyrja yður þeirrar ugg-
vænlegu spurningar, hvort þér
gerið yður Ijóst, að ef til vill
séuð þér ein af þeim ógæfusömu
manneskjum, sem þjást af and-
remmu? Hversu oft hefir ekki
sá leiði grunur læðst að yður,
að einmitt þessi kvilli sé orsökin
að gengisleysi yðar og getuleysi
til að ná ástum þess, sem þér
þráið ? Hversu oft hafið þér ekki
forðast nánar samvistir við aðra
af ótta við, að þeir uppgötvuðu
þennan leiða ágalla yðar? Og
hversu oft hafið þér ekki reynt
hin marg-auglýstu tannduft
og skolvötn, sem gefa svo góð
fyrirheit um hjálp í þessu
efni?
Vér þekkjum öll þennan
kvilla, sem í daglegu tali er
nefndur hinu ljóta nafni and-
fýla. Verkanir hans þekkjum
vér út í yztu æsar, en þótt und-
arlegt sé, hafa orsakir hans til
skammstíma aldrei verið rann-
sakaðar til hlítar.
Fyrir ekki löngu síðan var
sjúklingur lagður inn á spítala
í New York. Það var gerður á
honum holskurður og varð hann
að nærast í gegnum slöngu, sem
sett var í skurðinn og inn í mag-
ann. Læknarnir Burrill B. Crohn
og Rudolph Drosd, sem stund-
uðu þennan sjúkling, notuðu
þetta tækifæri til að rannsaka
orsakir andremmu. Skýrsla um
árangur af rannsóknum þeirra
birtist nýlega í tímariti ameríska
læknafélagsins.
Þeir vissu af reynslu, að ilm-
sterk munnskolvötn gátu aðeins
dregið úr andremmunni stuttan
tíma í einu, og að ýmiskonar lyf
til hreinsunar innýflunum voru
einnig til lítils gagns. Áður hafði
þótt sannreynt, að hægðatregða
getur aðeins að litlu leyti verið
orsök andremmu og ennfremur,
að andremma á ekki upptök sín í
tönnum, munni eða hálsi, nema