Úrval - 01.06.1943, Síða 88
86
ÚRVAL
var að stjórna skýjunum. Hann
skipaði þeim að fara til hægri,
en þau fóru til vinstri. Þá varð
hann vondur og endurtók skip-
un sína byrstur. Svo skáskaut
hann augunum til þeirra og beið
með öndina í hálsinum eftir því,
að þau hlýddu sér, þó ekki væri
nema eitt af þeim allra minnstu.
En þau héldu áfram í sömu átt.
Þá stappaði hann niður fætin-
um og ógnaði þeim með prik-
inu og skipaði þeim ofsareiður
að fara til vinstri. Og sjá, í
þetta skipti hlýddu þau honum.
Hann var hreykinn og sæll í
meðvitundinni um mátt sinn.
Hann snart blómin og bað þau
að breyta sér í gyllta vagna,
eins og hann hafði heyrt sagt
frá í ævintýrum. Og þó að þessi
ósk hans rættist aldrei, var
hann sannfærður um, að hún
mundi einhvern tíma rætast, ef
hann væri aðeins nógu þolin-
móður. Hann leitaði að engi-
sprettu, til að breyta henni í
héra; hann lagði stafinn varlega
á bakið á henni og þuldi töfra-
þulu. Engisprettan slapp, en
hann elti hana og andartaki síð-
ar lá hann á maganum í gras-
inu við hliðina á henni og horfði
á hana. Og þá gleymdi hann,
að hann var töframaður og
skemmti sér við að velta henni
á bakið og hló upphátt að brölt-
inu í henni.
Stundum tók hann upp á því
að binda spotta við töfrasprot-
ann sinn, kastaði honum í ána,
og beið þess með eftirvæntingu,
að fiskur kæmi og biti á. Hann
vissi ósköp vel, að fiskar bíta
venjulega ekki á spotta, sem
hvorki er á beita né öngull, en
hann ímyndaði sér, að hans
vegna mundu þeir kannske ein-
hvern tíma gera undantekningu
frá reglunni. Og í trausti þess-
arrar óbifandi sannfæringar
gekk hann svo langt, að renna
spottanum niður í gegnum rist-
ina yfir lokræsinu í götunni.
Öðru hvoru kippti hann í spott-
ann og dró hann upp með ákafa,
lét sem hann væri mjög þungur
og að fjársjóður hefði fests á
endann eins og í sögunni, sem
afi hans sagði honum einu
sinni.
Stundum settist hann upp á
grjóthrúgu eða merkjastein eða
eitthvert annað hátt sæti og
sat þar í ankanalegum og óþægi-
legum stellingum, dinglaði fót-
unum, raulaði með sjálfum sér
og lét sig dreyma. Eða þá, að
hann lagðist á bakið og horfði
á skýin sigla fram hjá. Þau líkt-