Úrval - 01.06.1943, Síða 88

Úrval - 01.06.1943, Síða 88
86 ÚRVAL var að stjórna skýjunum. Hann skipaði þeim að fara til hægri, en þau fóru til vinstri. Þá varð hann vondur og endurtók skip- un sína byrstur. Svo skáskaut hann augunum til þeirra og beið með öndina í hálsinum eftir því, að þau hlýddu sér, þó ekki væri nema eitt af þeim allra minnstu. En þau héldu áfram í sömu átt. Þá stappaði hann niður fætin- um og ógnaði þeim með prik- inu og skipaði þeim ofsareiður að fara til vinstri. Og sjá, í þetta skipti hlýddu þau honum. Hann var hreykinn og sæll í meðvitundinni um mátt sinn. Hann snart blómin og bað þau að breyta sér í gyllta vagna, eins og hann hafði heyrt sagt frá í ævintýrum. Og þó að þessi ósk hans rættist aldrei, var hann sannfærður um, að hún mundi einhvern tíma rætast, ef hann væri aðeins nógu þolin- móður. Hann leitaði að engi- sprettu, til að breyta henni í héra; hann lagði stafinn varlega á bakið á henni og þuldi töfra- þulu. Engisprettan slapp, en hann elti hana og andartaki síð- ar lá hann á maganum í gras- inu við hliðina á henni og horfði á hana. Og þá gleymdi hann, að hann var töframaður og skemmti sér við að velta henni á bakið og hló upphátt að brölt- inu í henni. Stundum tók hann upp á því að binda spotta við töfrasprot- ann sinn, kastaði honum í ána, og beið þess með eftirvæntingu, að fiskur kæmi og biti á. Hann vissi ósköp vel, að fiskar bíta venjulega ekki á spotta, sem hvorki er á beita né öngull, en hann ímyndaði sér, að hans vegna mundu þeir kannske ein- hvern tíma gera undantekningu frá reglunni. Og í trausti þess- arrar óbifandi sannfæringar gekk hann svo langt, að renna spottanum niður í gegnum rist- ina yfir lokræsinu í götunni. Öðru hvoru kippti hann í spott- ann og dró hann upp með ákafa, lét sem hann væri mjög þungur og að fjársjóður hefði fests á endann eins og í sögunni, sem afi hans sagði honum einu sinni. Stundum settist hann upp á grjóthrúgu eða merkjastein eða eitthvert annað hátt sæti og sat þar í ankanalegum og óþægi- legum stellingum, dinglaði fót- unum, raulaði með sjálfum sér og lét sig dreyma. Eða þá, að hann lagðist á bakið og horfði á skýin sigla fram hjá. Þau líkt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.