Úrval - 01.06.1943, Síða 118
116
ÚRVAL
að hann hafði fallið í öngvit.
Hann óttaðist doðann, sem hann
kenndi undir bringspölunum.
En hann var fjallamaður og
ekki vanur að láta hlut sinn.
Hann gat klórað sig upp úr
grófinni, sem hafði myndazt við
fallið og fikrað sig áfram til
skíðanna, þumlung eftir þuml-
ung. Þegar þangað kom, gat
hann ekki staðið upp, og ákvað
því að nota þau sem sleða. Hann
fann, að doðinn var að vaxa.
Eftir símaþráðunum bárust
tónar hljómsveitar, sem var að
leika þriðju symfóníu Beethov-
ens. „Þetta er auma samband-
ið“, sagði maður í Pocatello við
annan mann í Fresno. Sendi-
herra Thailands fékk hósta-
kviðu, og þræðirnir báru hóst-
ann eins og allt annað hálfa leið
umhverfis hnöttinn.
Rick renndi sér niður fyrstu
brekkuna. „Þetta er auðvelt,“
hugsaði hann með sér. En von
bráðar stakkst hann á höfuðið
inn í viðarkjarr. Hann var of
stirður til þess að geta snúið
sér við, og reyndi því að mjaka
sér aftur á bak. Þá tók hann
eftir því, að blóðrásin var ekki
eðlileg; hann varð skelkaður,
þegar honurn datt í hug að hann
hefði hlotið að meiðast nálægt
hjartanu; honum var kalt. Ef
hann hreyfði sig, fann hann til
sárra kvala. Hann sá fram á,
að hann yrði að hvíla sig andar-
tak. Það var unun að hætta bar-
áttunni og liggja kyrr.
Litla, grænmálaða bifreiðin,
sem stóð á veginum, var orðin
svo þakin snjó, að það var erfitt
að greina hana frá fönninni.
PA.Ð var erfitt fyrir vega-
mennina að halda veginum
U. S. 40 yfir Donnerskarð opn-
um, og verkstjórinn var
áhyggjufullur. Daginn áður,
hafði vegurinn lokasthjá Windy
Point, sökum snjóflóðs, og fá-r
einum keðjulausum bifreiðum
hafði hlekkst á. Nú olli storm-
urinn aðal erfiðleikunum; það
hafði verið að hvessa frá því
um morguninn og um hádegi var
komið rok. Snjóplógarnir höfðu
verið að þeyta snjónum af veg-
inum frá því á sunnudag, og
traðarveggirnir voru sumsstað-
ar orðnir tíu fet á hæð. Þegar
stormurinn æddi um hjarnið,
sópaði hann mjöllinni jafnóðum
niður í traðirnar. Áður en plóg-
urinn var kominn úr augsýn,
var þegar sex þumlunga snjó-
lag á veginum.
Fram að þessu hafði snjó-