Úrval - 01.06.1943, Page 129
SAGA UM STORM
12T
á líf mannanna næsta lítilvæg.
Orðin gott og vont missa
í því sambandi merkingu sína
og öðlast aðeins skilgreiningu
innan takmarka hins sýnilega.
Blaðið „Register“ flutti þá
fregn, að veðrið hefði orðið 16
mönnum að bana. En úr því að
ritstjórinn kenndi storminum
um þessi 16 slysadauðsföll, gat
hann eins vel skrifað á reikning
hans hundruð önnur. Margir
sjúklingar þoldu ekki kæluna og
dóu. Fjöldi heilbrigðs fólks var
vott í fætur, fékk kvef, síðan
lungnabólgu og andaðist innan
fárra vikna. Aðrir fengu aðeins
kvef, en það lamaði viðnáms-
þrótt þeirra, svo að þeir urðu
ýmsum skæðum sjúkdómum að
bráð.
„Milljón dollara regn —“ var
ein fyrirsögnin í Register. Grátt
lauf olífutrjánna hafði þrútnað
af vætunni og appelsínutrén
voru dökkgrænni en áður. Bless-
un regnsins hafði dropið víða
— á olífur í Oroville, ferskjur
í Marysville, rís og bygg í Cal-
usa, þrúgur í Lodi, hveiti í
Corcoran, fíkjur og rúsínur í
Fresno, appelsínur í Porterville
og á baðmull í Tulare. Allsstað-
ar varð það til blessunar.
En sagan var ekki nema hálf-
sögð, því að góð uppskera
sumra aldintegunda í Kaliforníu
gat auðveldlega orsakað fjár-
hagslegt hrun meðal ræktunar-
keppinauta í Oklahoma og
Florida.
Einn af kostum regnsins ork-
aði svo langt fram í tímann, að
jafnvel bændurnir gátu ekki
metið hann sem vert var. Aðeins
fáir skordýrafræðingar veittu
því eftirtekt, að úrkoman eyddi
billjónum engisprettueggja, og
kom þannig í veg fyrir plágu
sex mánuðum seinna.
Þannig hafði stormurinn haft
bein eða óbein áhrif á líf hvers
einasta mannsbarns á því svæði,
þar sem hans gætti. En nú var
„María“ dauð — algjörlega
horfin. Ef til vill kynni enn að
vera skúraveður norður í hafi,
en engin skip voru á þeim slóð-
um og engar fregnir að fá. Loft-
ið, sem hafði verið uppistaðan
í „Maríu“ fyrir einum sólar-
hring, beindist nú inn á nýjar
brautir og hverfðist um aðrar
orkumiðjur. Eitt mátti „María“
eiga — hún hafði verið reglu-
lega hressilegur stormur!
'SJ FIR Donnerskarði hvelfdist
1 heiður himinn og mjöllin
sindraði í sólskininu. Sedrus-