Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 9
BARNIÐ SEM HÆTTI AÐ ÞROSKAST
5
láta hana stjórna lífi yðar.
Finnið einhvern stað handa
henni, þar sem hún getur verið
ánægð og skiljið hana þar eft-
ir, og lifið síðan yðar eigin
lífi. Ég segi yður þennan sann-
leika sjálfrar yðar vegna.“
Ég man, að mér fannst hann
vera harður og grimmur, en ég
veit, að hann var það ekki. Ég
veit nú, að það var þjáning fyr-
ir hann að segja þetta. Ég mun
alltaf vera þakklát þessum
manni, sem risti sár mitt djúpt,
en gerði það hreinlega og án
tafar. Ég fór með barnið mitt
aftur heim til Kína.
Þessi reynsla mín er ekki ein-
stök. Sem næst eitt barn af
hverjum hundrað sem fæðast er
eða verður fáviti — flest án
þess að erfðum sé um að kenna.
Og sérhverju slíku barni fylgja
foreldrar með harm og kvöl í
hjarta. Ég hef á seinni árum
kynnzt mörgum foreldrum, sem
eiga andlega vanheil börn og
myndað hafa félagsskap með
sér í sárri þörf sinni fyrir gagn-
kvæma huggun og stuðning.
Hve sárt hef ég ekki fundið til
með þeim! Ég þekki hvert fót-
mál á leið þeirra til Golgata.
Það er ekki auðvelt að læra
að bera óumflýjanlega sorg.
Það er miklu auðveldara að
horfast í augu við dauðann, því
að dauðinn er óafturkallanleg
endalok. Hversu oft hef ég ekki
óskað þess, að barnið mitt hefði
heldur fengið að deyja! Þeim,
sem eiga ekki þessa reynslu,
hryllir kannski við þessari ósk,
en hinir munu skilja hana. Samt
er ég sannfærð um, að foreldr-
ar sem binda enda á líf barna
sinna, sem þannig er ástatt
um, gera rangt. Þjóðfélagið
fyrirskipar líflát fyrir suma
glæpi, en saklausa má aldrei
svifta lífi, og enginn er sak-
lausari en þessi börn, sem aldrei
verða fullorðin.
Heilbrigð skynsemi og
skyldutilfinning mín sögðu mér,
að ég mætti ekki láta þetta slys
eyðileggja líf mitt. En heil-
brigð skynsemi og skyldutil-
finning geta ekki alltaf haft
yfirhöndina, þegar hjartað er
harmi lostið. Ég reyndi að vera
eins og ég átti að mér, tala,
hlæja og taka þátt í því, sem
skeði í kringum mig. Undir
niðri logaði uppreisnin, en samt
reyndi ég að fela tár mín fyrir
barninu mínu, því að hún starði
á mig og hló. Það var þessi
tómi hlátur, sem kvaldi hjarta
mitt mest.