Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 93
Xýtt spil, sem ryður sér mjög til
rúms víða um heim.
KA NA S TA
Grein úr „Verden Idag“,
eftir Albert A. Ostrov.
T7" ANASTAÆÐIÐ hefur nú
geisað í Bandaríkjunum í
eitt ár. Á þeim tíma hafa spila-
menn af öllum tegundum látið
heillast af þessu suðurame-
ríkuspili. Fyrir þá, sem ekki
hafa enn haft tækifæri til að
læra það, skal hér greint frá
meginreglum spilsins, sem
nægja fyrir byrjendur.*
Reglur kanasta virðast flókn-
ari en þær eru í raun og veru.
Spilað er með tvennum spilum
og fjórum jókerum — samtals
108 spilum, sem stokkað er vel
í einn stokk. Jókerarnir og all-
ir tvistarnir eru „lausaspil“ og
má gefa þeim hvaða gildi sem
vill í spilinu.
Spilið er raunverulega fjögra-
manna spil og spila tveir og
* Nýkomin er í íslenzkri þýðingu
bók um kanasta eftir Culbertson, og
má þar fá ítarlegar skýringar á öll-
um spilareglum og margvíslegar
leiðbeiningar, sem að gagni mega
koma með vaxandi leikni. ■— Þýð.
tveir saman, og þannig er það
skemmtilegast. Hver spilari
fær 11 spil, sem gefin eru eitt
og eitt. Afgangurinn er lagður
í stokk á mitt borðið á grúfu,
en efsta spilið lagt við hliðina
á stokknum, upp í loft. Ef þetta
spil er rauður þristur, jóker eða
tvistur, er næsta spil úr stokkn-
um lagt ofan á það, einnig upp
í loft.
Spilunum á hendinni er rað-
að eftir samstæðum, t. d. 5-5-5
eða 8-8-8 (sbr. póker). Slík
samstæða nefnist sögn. I hverri
sögn verða að vera að minnsta
kosti þrjú samstæð spil, en nota
má lausaspil með tveim sam-
stæðum spilum, t. d. 10-10-jók-
er (eða 2). Gildi spilanna er:
jóker 50, tvistur 20, ás 20, öll
spil frá kóngi niður að áttu 10,
fyrir neðan áttu 5.
I kanasta er ekki mest um
vert að safna samstæðum, held-
ur að mynda kanasta, (canasta
er spænska og þýðir karfa).