Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 50
46
ÚRVAL
en þörf gerist, og getur það orð-
ið til þess að gera einhverja
þeirra að morfínistum.
Þegar venja á sjúkling af mor-
fíni, er skammturinn smáminnk-
aður, unz alveg er hætt að gefa
morfín. Með insúlínsprautum er
hægt að draga nokkuð úr óþæg-
indunum, sem því fylgja. Eftir
að sjúklingurinn hefur verið
vaninn af morfíninu, verður þó
að halda honum innan veggja
spítalans, til þess að hann hafi
engin tök á að ná í morfín, í
hálft til eitt ár. Þenna tíma þarf
að nota til að byggja upp aft-
ur skaphöfn sjúklingins og mót-
stöðuafl hans, og þó einkum að
lofa honum að sannreyna, að
hann geti komizt af án morfíns;
hin langa spítalavist stuðlar
einnig að því að það fyrnist
yfir þá sælukennd, sem morfín-
neyzlan veitti honum. -—• Þessi
lækning ber þó, því miður,
hvergi nærri alltaf árangur. Oft
falla fyrrverandi morfínistar í
freistni aftur, fyrr eða seinna.
Nú má enginn ætla, að hætta
sé á, að menn verði morfínist-
ar, ef þeir fá eina eða fáeinar
morfíngjafir. Það getur komið
fyrir, að ein morfíngjöf geri
mann að morfínista, en það er
ákaflega fátítt. Flesta menn er
bókstaflega ekki hægt að gera
að morfínistum, og það á ekki
aðeins við um þá, sem ekki þola
morfín af því að þeir fá megna
ógleði og uppsölu af því.
Morfínistar verða helzt þeir,
sem eiga erfitt með að samlag-
ast umhverfi sínu, og sem leita
huggunar gegn mótlæti sínu í
morfínvímunni. Þeir haga sér í
því tilliti líkt og ofdrykkjumenn.
Þeir, sem þjást af langvinn-
um, kvalafullum sjúkdómum
eiga einnig á hættu að verða
morfínistar, og það er í raun-
inni ekkert undrunarefni. Ef um
er að ræða ólæknandi sjúkdóm,
sem samkvæmt reynslunni leið-
ir til dauða á nokkrum mánuð-
um eða ári, reyna flestir lækn-
ar að gera sjúklingnum lífið eins
bærilegt og unnt er með hjálp
morfíns, jafnvel þótt af því leiði,
að sjúklingurinn verði morfín-
isti, sem að lokum þurfi stóra
morfínskammta. Morfín flýtir
ekki fyrir dauðanum nema á
síðustu klukkutímum sjúkdóms-
ins. Kvalastillandi áhrif þess
virðast þvert á móti hafa í för
með sér að sjúklingurinn lætur
seinna bugast af sjúkdóminum
en ella. Miklar kvalir lama Íífs-
þróttinn og geta jafnvel í ein-
staka tilfellum valdið dauða.