Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 91
„FÖGUR SÁL ER ÁVALLT UNG . . .'
87
Það eru meiri líkur til að
~þeim gangi vel í starfi sínu.
Með því að laglegum ungling-
um hættir til að vera sjálfselsk-
ir og hafa vanizt á að fá sitt
fram með lítilli fyrirhöfn, eru
þeir ekki eins færir um að upp-
fylla þær kröfur, sem gerðar eru
til fullorðinna manna í starfi.
Þeir geta gert sér betri vonir
um að lifa í farsœlu hjónabandi.
Benjamín Franklín ráðlagði ung-
um mönnum að kvænast ófríð-
um konum, því að slíkar konur
gerðu sér meira far um að reyn-
ast góðar eiginkonur. Áberandi
Iaglegt fólk er hlutfallslega
miklu f jölmennara í réttarsölum
skilnaðardómstólanna en meðal
allrar þjóðarinnar.
Frumskilyrði varanlegs þokka
er djúprætt ósk um að gefa öðr-
um og gleðja aðra. Sá, sem er
fæddur laglegur, hefur svo lengi
verið eftirsóttur, að hann hefur
fengið fá tækifæri til að þroska
með sér þennan eiginleika.
Tiltakanlega laglegt fólk mœt-
ir tíðum erfiðleikum í daglegum
samski'ptum sinum við aðra.
Karlmenn eru oft vandræðaleg-
ir í návist sérlega fallegrar konu,
og stúlkur almennt sækjast ekki
eftir félagsskap fallegra kyn-
sj’stra skina af ótta við að
hverfa í skugga þeirra. Laglegnr
karlmaður mætir sömu erfiðleik-
um í hópi kynbræðra sinna.
Algengt fólk eldist jafnan bet-
ur en laglegt. Sókrates kallaði
fagrar konur „skammlífa harð-
stjóra“. Þegar hinni skammlífu
harðst jórn er lokið, fegurðardísin
hefur glatað fegurð sinni, hætt-
ir henni til að eldast illa. Henni
reynist erfitt að horfast í augu
við veruleikann og skortir innra
líf, sem hún geti leitað styrks í.
Erindreki kvenfélagasam-
bands sagði mér eitt sinn frá
því, hve undrandi hún varð,
þegar hún átti fund með göml-
um skólasystrum sínum úr
menntaskóla á þrjátíu ára stú-
dentsafmæli þeirra. „Stúlkurn-
ar, sem ég hafði öfundað fyrir
fegurð í skóla, voru nú orðnar
önuglyndar og þreytandi kerl-
ingar. Og sumar skólasystra
minna, sem ég hafði kennt dá-
lítið í brjósti um vegna útlits
síns, fannst mér nú að væru
skemmtilegastar, f jörmestar og
unglegastar af öllum í hópnum."
Áunnin fegurð er ekki jafn-
brothætt og skammæ og náttúr-
leg fegurð. Ég þekki 35 ára
gamla konu, sem í heimabæ sín-
um er almennt talin með allra
glæsilegustu konum. Á skóla-