Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 110

Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 110
106 ÍTRVAL „Okkur líður vel. Ég er hálfn- aður með síðustu Holmssöguna, og þegar henni er lokið, þá hverfur sá góði herra, og kem- ur aldrei aftur! Ég er orðinn þreyttur á honum.“ Síðan lét hann Moriarty prófessor liggja í leyni bak við klett á brún Reichenbachfossins, svo að hann gæti komið Holmes að óvörum og hrundið honum í djúpið. Þannig kom hann Sherlock Holmes fyrir kattarnef að lok- um. * I öndverðum október 1893 dó Charles Doyle, faðir Arthurs Conan Doyle. Skömmu síðar kvartaði Touie um verk í síðunni og hóstakjölt. Doyle taldi ekki neina hættu á ferðum, en leitaði samt álits annars læknis, sem kvað upp þann úrskurð, að Touie væri með bráðaberkla. Hann á- leit, að hún mundi ekki lifa nema nokkra mánuði. En Doyle vildi ekki sætta sig við þennan úrskurð. Hann afréð að fara þegar í stað með konu sína til Svisslands, í þeirri von að loftslagið bætti heilsu henn- ar. Seint í nóvember voru þau komin til Svisslands. Touie bar veikindi sín svo vel, að Doyle blygðaðist sín fyrir þunglyndi sitt og svartsýni. Þar sem hann var farinn frá Englandi, gat hann ekki fylgzt nógu vel með uppnáminu, sem varð út af enda- lokum Sherlock Holmes í síð- ustu sögunni, sem birtist í des- emberhefti ,,Strand“. En það hefur varla orðið til þess að draga úr óbeit hans á þessari frægustu sögupersónu hans. Hann, sem um þessar mundir bar sjálfur sáran harm í brjósti, fékk nú mótmæla- og skamma- bréf frá London út af fráfalli Holmes; og í höfuðborg Eng- lands gengu ungir spjátrungar með sorgarband um ermina vegna dauða leynilögreglu- mannsins. Nú hóf Conan Doyle að skrifa The Stark Munro Letters, sem var mjög ólík fyrri sögum hans, nánast sjálfsævisaga. I henni lýsti hann hugsunum, vonum og tilfinningum, en umfram allt trú arefasemdum ungs læknis eins og hann hafði sjálfur verið í Southsea. Vorið 1894 var Touie miklu betri. Allir læknar voru á einu máli um það. Og ef nægilegrar varúðar væri gætt, var ekkert líklegra en að hún gæti lifað við sæmilega heilsu í mörg ár. „Þegar ég hef lokið við Stark Munro,“ skrifaði hann, ,,ætla ég að lifa eins og villimaður — renna mér á norskum skíðum guðslangan daginn.“ Og í raun og veru var það Conan Doyle, sem hóf skíða- íþróttina til vegs og virðingar í Svisslandi. ,,Þið kunnið ekki að meta skíðaíþróttina ennþá,“ sagði hann við gestina á hótel- inu, þar sem hann dvaldist, ,,en sá tími kemur, að hundruð Eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.