Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 79
STROKUMAÐUR EÐA STRlÐSHETJA?
75
ákvað ég að láta sem farangur
minn hefði týnzt í Manila og
reyna að fá flugfar þangað til
að sækja hann. Ég vissi, að ef ég
kæmist til Manila, mundi ég
komast aftur um borð í skipið
mitt.
Þegar flugvélin lenti á Hob-
son flugvellinum, komu þrír
flugliðsforingjar um borð, Bak-
er majór, yfirforingi vallarins,
Royal höfuðsmaður og Girak
liðsforingi, hann var einskonar
allra gagn á vellinum. Girak
faðmaði mig og sagði: „Mikið
er gott að þú skulir vera kom-
inn; ég hef ekki gert annað en
naga neglurnar síðan þú fórst
frá Bandaríkjunum.“ Baker
majór sagði: „Kanntu að vél-
rita? Aðalstarf þitt verður að
:skrifa dagbók vallarins." Ég
játti því. Aðalstarf mitt hafði
einmitt verið að skrifa dagbók
skipsins. Svo minntist ég á far-
angurinn minn, sagði að hann
hefði einhvernveginn misfarist
á leiðinni til Manila, og að ég
vildi helzt komast strax til
Manila aftur til að hafa upp á
honum.
„Hvaða vitleysa!“ sagði Gir-
ak. „Hann kemur eftir nokkra
daga. Og þó svo verði ekki, þá
vill svo vel til, að ég losna úr
herþjónustu eftir nokkra daga,
og þar sem við erum svipaðir
vexti, geturðu hæglega notað
mína einkennisbúninga.“
,,Auðvitað,“ sagði majórinn,
„það er ástæðulaust að þevtast
aftur til Manila.“
Ég reyndi að fá þá til að lofa
mér að fara, en það tókst ekki.
Svo virtist sem dagbókarfærsl-
an væri eitthvað í ólagi (það var
skortur á vélriturum á vellin-
um), og majórinn vildi að ég
byrjaði strax.
Girak fór eftir tvo daga og
ég tók opinberlega við stöðu
hans. Ég vissi, að ég var
í slæmri klípu, en mér fannst
eins gott að halda leiknum
áfram úr því að hann var
byrjaður. Ég hélt mér út af fyr-
ir mig, talaði við fáa og skrifaði
skýrslur. Majórinn var ánægður
og hældi mér á hvert reipi. Ég
furðaði mig mest hvað orðið
hefði af hinum raunverulega
Wobbly liðsforingja, en átti von
á að hann kæmi á hverri stundu.
(Hér þykir rétt að skjóta inn í hvað
varð af Wobbly liðsforingja, sem
Sommers hafði skilið eftir berstríp-
aðan i baðherbergi liðsforingjaklúbbs-
ins í Manila. John Charles Wobbly
hafði fengið fyrirskipun um að fara
frá San Francisco til Hobson flug-
vallarins á Norður-Luzon. Þegar hann
kom til Manila, fór hann rakleitt í
liðsforingjaklúbbinn til að hressa upp
á sig og fá sér bað. Þegar hann kom
úr baðinu, fann hann hvergi fötin sín.
Hann setti sig samstundis í samband
við herlögregluforingja staðarins og'
tilkynnti stuldinn. TÞegar herlögreglu-
foringinn heyrði nafn hans, kvaðst
hann hafa leitað hans lengi, því að
skipun hefði komið um að hann
breytti áætlun og færi til Ástralíu í
stað Hobsonflugvallarins. Wobbly
bar sig aumlega yfir missi allra skil-
ríkja sinna, en lögregluforinginn
kvaðst skyldi bæta úr því, en hann
yrði að fljúga áfram til Astralíu
strax næsta morgun.)