Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 73
MEYJARFÆÐING
69
er fyrirkomulagið þannig, að
karldýrin eru mjög fá, aðeins
örfá á móti hverjum þúsund
kvendýrum, sem raunverulega
eru tvíkynja. Þau mynda fyrst
dálítið af sáðfrumum, sem þau
safna fyrir. Síðan mynda þau
egg, er smátt og smátt frjóvg-
ast af sáðfrumunum, sem fyrir
eru. Þessi frjóvgun er þó sér-
kennileg að því leyti, að sáð-
fruman grefur sig að vísu inn
í eggið, en kjarni hennar renn-
ur ekki saman við kjarna egg-
frumunnar, heldur deyr og eyð-
ist. Hlutverk sáðfrumunnar
virðist þannig aðeins vera að
koma af stað skiptingunni. Við
sjáum af þessu að í lífi eggsins
er „dauður punktur“ sem það
verður að komast yfir til þess
að skiptingin geti hafizt, og að
það er einmitt eitt aðalhlutverk
sáðfrumunnar að hjálpa egginu
yfir þennan „dauða punkt“.
Ef við athugum æðri dýr,
verður þessi „dauði punktur“
enn greinilegri. Fiskur, skrið-
dýr, fuglar og spendýr tímgast
á eðlilegan hátt með kynæxlun,
en náttúrleg meyjarfæðing
þekkist ekki hjá þeim. Af því
leiðir, að ófrjóvguð egg eyði-
leggjast. Líffræðingurinn Jaq-
ues Loeb hefur þó sýnt fram
á, að ef frosk- eða salamöndru-
eggi er hjálpað yfir hinn dauða
punkt, er hægt að framkalla
meyjarfæðingu. Honum tókst
þetta sumpart með því að
,,frjóvga“ eggin með radíum-
geisluðum sáðfrumum, og sum-
part blátt áfram með því að
stinga með fínni nál í hvert
egg! Þetta var nægileg erting
til þess að koma skiptingunni
af stað, og jafnvel koma henni
svo langt, að afkvæmin urðu
kynþroska, fullvaxin dýr.
Seinna hefur einnig tekizt að
framkalla meyjarfæðingu hjá
spendýrseggi. Upphafsmaður
að þessum tilraunum er ame-
ríkumaðurinn Pincus, sem fyr-
ir tíu árum tókst að koma af
stað skiptingu í kanínueggi með
því að snögghita það. Á allra
seinustu árum hefur honum
tekizt að bæta tækni sína svo,
að hann getur nú framkallað
fæðingu heilbrigðra og rétt
skapaðra kanína án þess að sáð-
frumur komi þar við sögu. —
Svona langt eru rannsóknirnar
komnar á þessu sviði, en hve
langt geta þær komizt? Hvað
um manninn?
Franski líffræðingurinn Jean
Rostand fullyrti vorið 1949, að
takast mundi í náinni framtíð