Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 24
20
tTRVAL
rásin og hjá öllum öðrum. Vol-
taire segir á tveim síðum allt
sem nauðsynlegt er að vita um
einkalíf Moliéres. Hundrað þús-
und orð um það væri óþolandi
lestur.
Þar við bætist svo, að þegar
ævintýri skeður, er venjulega
einhver annar við það riðinn.
Nú er það svo, að rétturinn til
að skrifa sína eigin sögu felur
ekki í sér réttinn til að skrifa
annarra sögu. Sá sem rænir
þeim rétti meðan gagnaðilinn
er enn á lífi, getur verið viss
um að fá frá honum reiðileg
andmæli; því að engir tveir
menn minnast sama atburðar
eins; og mjög fáir vita hvað
raunverulega kemur fyrir þá,
eða geta lýst því á listrænan
hátt. Og ævisögur verða að vera
listrænar, ef þær eiga að vera
læsilegar.
Beztu sjálfsævisögurnar eru
játningar; en verk mikilla rit-
höfunda eru alltaf játningar.
Eitthvert mesta mikilmenni,
sem reynt hefur að skrifa sjálfs-
ævisögu, er Goethe. Að aflokn-
um bernskulýsingum, sem er
læsilegasti kafli jafnvel verstu
sjálfsævisagna, eru tilraunir
hans til að komst frá viðfangs-
efni sínu aumkunarverðar. Hann
leitar hælis í lýsingum á öllum
þeim Tomum, Dickum og Har-
ryum, sem hann þekkti í æsku,
mönnum sem í engu voru frá-
sagnarverðir, unz bókin dettur
úr hendi manns og er ekki snert
aftur. Ég er einn þeirra fáu
manna, sem hafa lesið játning-
ar Rousseaus til enda, og ég
get vottað, að frá þeirri stundu
er hann hættir að vera óknytta-
piltur og ævintýramaður, og
verður hinn mikli Rousseau,
gætu lýsingarnar á daglegu lífi
hans átt við hvaða mann sem
vera skal.
Ég hef í minni ljósa mynd
af Madame de Warens þegar
hann var sextán ára, en um Ma-
dame d’Houdetot, þegar hann
var fjörutíu og fimm ára, man
ég ekkert nema nafnið. I stuttu
máli: játningarnar segja okkur
sama og ekkert sem máli skipt-
ir um Rousseau fullorðinn. Verk
hans segja okkur allt sem við
þurfum að vita. Ef lýsing á dag-
legu lífi Shakespears frá vöggu
til grafar kæmi í dagsljósið, en
Hamlet og Mercutio glötuðust
í staðinn, myndu áhrifin verða
þau, að einstaklega hversdags-
legur maður kæmi í stað mjög
athyglisverðs manns. Um Dic-
kens er vitað svo margt, sem