Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 44
40
Orval
neinni konu. Hann gaf sig all-
an og óskiptan, eins og þær.
Konur vissu, að þar sem Casa-
nova var höfðu þær hitt mann,
sem mat ástina meira en allt
annað. Ást og forsjálni, sagði
hann, getur ekki farið saman,
enda var hann aldrei forsjáll um
ævina. Fé og f jármunir voru eft-
irsóknarverðir aðeins til þess að
nota í þjónustu ástarinnar. For-
senda alls siðgæðis var að hans
áliti, að litið væri á ástina sem
hið æðsta hnoss.
Casanova notaði aldrei ástina,
eins og margir menn og konur,
sem tæki til að ná einhverju öðru
marki. Hann notaði hana ekki
til að afla sér auðs eða öryggis;
hann beitti ekki ástinni, eins og
margir karlmenn, til að sigra
konuna, til að auðmýkja hana
og hefna þannig ófullkomleika
sjálfs sín. Hann var hvorki til-
finningsamur né smeðjulegur;
hann talaði aldrei um hið ,,há-
leita“ í ástinni, því að hann við-
urkenndi ekki, að í henni væri
neitt auðvirðilegt.
Iðrun var hugarástand, sem
Casanova komst aldrei í kynni
við. Hví, sagði hann, skyldi ég
iðrast þess að ég hef verið ham-
ingjusamur og gert aðra ham-
ingjusama ? Hann neitaði að líta
á sjálfan sig sem saurlífissegg;
miklu fremur taldi hann sig
hafa bjargað margri stúlkunni
frá saurlifnaði með því að sýna
henni, hve ástin gat verið un-
aðsleg. Hann var ekki flagari.
Hann tældi aldrei konur með lof-
orðum um giftingu. Skilnaðar-
stundin var næstum alltaf sárs-
aukafull — fyrir hann engu síð-
ur en konuna — en aldrei reiðar-
slag. Hann hefur sennilega kom-
ið mörgum konum í kynni við
unað, sem þær gátu ekki fundið
hjá eiginmönnum sínum. En
ekkert bendir til, að nein kona
hafi nokkru sinni ásakað hann
fyrir það.
Eitt var það, sem Casanova
mat meira en konuna -—■ og það
var frelsið. Frelsið var hið eina,
sem hann gat ekki fórnað fyrir
ástina. Hjónaband fannst hon-
um að ganga yrði út í með köldu
blóði, og hann gat aldrei nálg-
azt neina konu með köldu blóði.
En með því að hann óskaði frels-
is einungis til þess að geta not-
ið nýrra og nýrra ástarævintýra,
mætti eins vel segja, að hið eina
sem hann mat meira en konuna
væri — konur. Og það voru all-
ar ástmeyjar hans fúsar að fyr-
irgefa honum.