Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 85
Jafnvel sauðféð er allt hrútar á þessum
imdarlega skaga, þar sem íbúarnir, 5000
talsins, eru tðmir karlmenn.
Konulaust ríki.
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Gerald V. Kuss.
J suðausturhorni Evrópu, sorf-
inn bláum öldum Eyjahafs-
ins, er skagi, sem ekki hefur
fundið snertingu konufótar í
nærri þúsund ár. Tilgangslaust
er að leita þar að eiginkonum,
stúlkum eða stúlkubörnum; ald-
ingarðarnir, ólífulundirnir eða
götur þorpanna hafa aldrei
bergmálað af konuhlátri. Yfir-
leitt er hlátur þar sjaldgæft
fyrirbrigði.
Ég er ekki að skrifa um auðn
og óbyggð. íbúar þessa undar-
lega héraðs eru um fimm þúsund
— og allir karlmenn! Réttast
væri ef til vill að kalla það „land
karldýranna", því að sauðféð í
haganum er allt hrútar, nautféð
tuddar, svínin geltir og kettirn-
ir högnar!
Aðeins meðal hinna frjálsu
fugla himinsins, sem byggja
hreiður sín í efstu limum
trjánna, þar sem mannshöndin
nær ekki til að steypa undan
þeim, fær kvenkynið að lifa.
Þetta óvenjulega hérað nefn-
ist Athos, hið opinbera heiti
þess er „Hið heilaga samfélag
Athosfjalls“. Það er ríki í hinu
gríska ríki, með eigin stjórn, og
stjórnskipun, sem hefur haldizt
lengur en nokkur önnur stjórn-
skipun í heiminum. Það hefur
einnig sína eigin landamæra-
lögreglu, sem hefur það hlut-
verk meðal annars að varna
inngöngu „múhammeðstrúar-
mönnum, úlfum og konum“ í
héraðið.
Tekjur héraðsins eru engar,
utan frjálst samskotafé frá um-
heiminum. Meirihluti íbúanna
vinnur enga arðsama vinnu, og
þó er Athos ævintýralega ríkt
— hlutfallslega þúsund sinnum
ríkara en nokkurt annað samfé-
lag á jörðinni!
Ef við athugum landakort af
Grikklandi og strönd Eyjahafs-
ins, sjáum við, um sextíu og
tvær mílur austur af Salóníki,
þrjá langa og mjóa skaga, sem