Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 111
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
107
lendingar ferðast til Svisslands
til þess að iðka þessa íþrótt.“
Og þessi spádómur átti eftir
að rætast.
#
I lífi Arthurs Conan Doyle
urðu þrjú straumhvörf. Ekki er
með þessu átt við giftingu hans
og veikindi Touie, sem að vísu
voru þýðingarmiklir atburðir í
lífi hans, en ekki heldur meira.
Fyrstu straumhvörfin urðu þeg-
ar hann varð ósáttur við ætt-
ingja sína út af kaþólskunni og
ákvað að fara sínar eigin götur.
Önnur straumhvörfin gerðust
nú. Hann kynntist stúlku, sem
hét Jean Leckie.
Þetta var árið 1897.
Jean Leckie var tuttugu og
fjögurra ára gömul. Eftir ljós-
myndum að dæma, hefur hún
verið afbragðsfögur stúlka. Hún
var komin af gömlum skozkum
ættum og faðir henríar var auð-
ugur maður.
Ekkert er vitað um það, hvern.
ig þau kynntust fyrst, en það
mun hafa verið veturinn 1897.
Þau urðu strax hrifin hvort af
öðru og unnust hugástum upp
frá því. Hann var þá þrjátíu og
sjö ára gamall. Bréfin, sem hann
skrifaði henni sjötugur, minna
á ástarbréf nýgifts manns.
En ást þeirra virtist með öllu
vonlaus.
Conan Doyle var enginn dýr-
lingur. Hann var ákaflyndur og
þrár, og hann átti erfitt með
að fyrirgefa mótgerðir. En á
hinn bóginn var hann líka mót-
aður af uppeldi sínu og skoðun-
um. Hann gat elskað Jean og
hún hann. En þar með búið.
Hann var kvæntur konu, sem
honum þótti vænt um og virti,
og sem hann mátti alls ekki
bregðast, af því að hún var sjúk-
lingur. Hvað eftir annað lýsir
hann því yfir, að hann muni ekki
særa Touie, og hann særði hana
aldrei.
Margur maðurinn myndi hafa
reynt að koma því til leiðar, að
Touie skildi við hann, eða að
öðrum kosti haldið fram hjá
henni. Mörg konan myndi, í spor-
um Jean Leckie, hafa snúið við
honum bakinu eða gerzt hjákona
hans. En þau gerðu ekkert slíkt.
,,Ég skal berjast við freistar-
ann,“ sagði hann, ,,og ég skal
sigra.“ Og þannig liðu tíu ár.
Frá því í árslok 1893 hafði
hann ekki haft nokkurn frið
fyrir „fjandanum" frá Baker
Street, sem ásótti hann sýknt
og heilagt. Honum var illa við
hann enn. En hann fylltist ekki
lengur viðbjóði þó að nafn hans
væri nefnt. Vildi fólkið fá
Holmes ? Gott og vel, hann
skyldi semja leikrit um hann,
það hlaut að fá góðar viðtökur.
Seint á árinu 1897 skrifaði hann
leikritið og kallaði það Sherlock
Holmes.
Honum gekk ekki vel að fá
leikritið sett á svið óbreytt í
Englandi og sendi það því til