Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 34
30
TJRVAL
Samband fólksins við þessa
útlendu forréttindastétt er eink-
um í því fólgið að taka við skip-
unum, en því er einnig leyft, og
jafnvel til þess ætlast, að það
skemmti þeim oft og vel og út-
vegi þeim yen (japanska pen-
inga) með því að kaupa af
þeim það sem þeir hafa aflögu
af fötum, skóm, sætindum,
áfengi og tóbaki.
Samþjappað í strætisvögn-
um eins og síld í tunnu má
fólkið horfa á þessa lánsömu
menn bruna um borgina í gljá-
andi bílum. Drykkjulæti þeirra
raska ró næturinnar. Þeir
vinna í rúmgóðum skrifstofum,
sem eru heitar á vetrum, en
þægilega svalar á sumrum. Þeir
búa í þægilegum húsum, og
þeim er þjónað í einu og öllu af
auðmjúkum þjónum, sem jap-
anska stjórnin greiðir laun.
I sex hæða húsi í Ginza eru
sölubúðir hernámsliðsins, og þar
geta þeir fengið allt sem hug-
urinn girnist ■—■ frá hveitiboll-
um og tuggugúmmí til skraut-
blóma og silkibuxna með
„gleym-mér-ei“ útsaumað á
hvora skálm. í tómstundum
sínum geta þeir dansað, drukk-
ið, spilað póker eða farið í bíó.
Aldrei fyrr, segja þeir í kæti
sinni, hafa þeir lifað við slík-
ar allsnægtir.
Borgarbúar virðast ekki vita
af nærveru þessara gesta, en það
er misskilningur. Þeir hafa ná-
kvæmar gætur á þeim, ræða sín
á milli um sérhvert tilvik
þeirra og láta sögurnar ganga
sín á milli.
Hinir erlendu gestir kvarta
yfir, að þeir viti aldrei hvað
fram fer 1 hugum „þessa fólks“,
en „þetta fólk“ veit nákvæm-
lega hvað fram fer í hugum
þeirra og hagar sér eftir því.
I mörg ár hefur þessi þjóð
reynt að tileinka sér vestræna
siði, og nú er hinn vestræni
heimur sjálfur kominn til þess.
Það er minnt á návist hans,
hvert sem það snýr sér og hvað
sem það gerir.
Japanskur stúdent sagði eitt
sinn: „Hugsjón lýðræðisins er
harla torskilin fyrir okkur fyrst
í staðið. En meðan hernámslið-
ið er hérna, getur þjóðin okk-
ar séð með eigin augum, hvað
hún hefur tækifæri til að verða,
ef allt fer vel.“
Þetta var ánægjuleg og upp-
örvandi athugasemd, borin fram
af brosandi kurteisi — en tví-
ræð ef betur er að gáð.