Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 69
SANNLEIKURINN UM DR. BUSCH
65
lökið. En einn samsærismann-
anna var í sambandi við blaða-
heim Lundúnaborgar og fréttin
var símuð til kvöldblaðs í Lond-
on. Frásögnin var harla ófull-
komin, því að fréttaritarinn
hafði ekki verið á fundinum.
Þeir mörgu útdrættir, sem
seinna birtust, voru ekki betri.
Beiðni kom um að fá lánað
handritið. Samkvæmt kröfu frá
háskólabókasafninu í Oxford
var því afhent handritið, en þar
getur enginn fundið það.
Þetta er fyrsta rétta frásögn-
in af því, sem skeði í Oxford
fyrir 28 árum. Ég veit það með
vissu. Ég var sem sé dr. Busch.
co + oo
Röddin í líkkistunni.
Christopher Serpell, fréttamaður brezka útvarpsins í Róm,
skýrði frá því í fréttaþætti, að tveir menn hefðu nýlega verið
lagðir inn á spítala í borginni Forli í Norður-ltaliu, illa skrám-
aðir og' miður sín af því sem læknarnir kölluðu „traumatie
shock“. „Skrámurnar fengu þeir þegar þeir duttu ofan af þaki
langferðabíls, en orsakir „shocksins" voru annars eðlis," sagði
fréttamaðurinn. „Þetta var áætlunarbill, sem fer reglubundn-
ar ferðir milli borgarinnar og þorpanna í kring. t einu þorp-
inu hafði dáið maður, og ættingjarnir höfðu pantað líkkistu
frá borginni. Kistan var látin upp á þak bílsins. Farþegar voru
svo margir með bílnum, að sá sem síðast kom varð að gera.
sér að góðu að búa um sig uppi á þakinu hjá kistunni. Svo
ók bíllinn af stað. En brátt tók að rigna, og af því að mað-
urinn uppi á þakinu var ekki í neinum hlífðarfötum, tók hann
það ráð að leita sér skjóls í kistunni. Á næsta áningarstað
bættust tveir farþegar við, og þeir urðu líka að gera sér að
góðu að skríða upp á bílþakið. Þeir reyndu að rýma til fyrir
sér með því að færa kistuna, en hún var svo þung, að þeir
gátu ekki bifað henni, og urðu þeir að láta við svo búið sitja
og koma sér fyrir sinn hvorum megin við hana.
Bíllinn ók aftur af stað, en þegar hann hafði ekið stundar-
korn, tóku félagarnir tveir eftir, að lokið á kistunni lyftist
hægt. Þeir litu undrandi og hræddir hvor á annan, en í sömu
svifum heyrðu þeir rödd innan úr kistunni sem sagði: „Er
hætt að rigna?" Það var á þessu augnabliki, sem mennirnir
duttu báðir af bilnum." — The Listener.