Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 35
Casanova — mesta kvennagull fyrr og síðar
mat aðeins eitt meira en konuna —
og það var frelsið.
Ævi og ástir Casanova
Grein úr
TTINN 10. september 1763 var
hávaxinn, dökkhærður og
dálítið skuggalegur maður ■—-
sem kallaði sig de Seingalt
riddara — á ferðalagi frá
Marseilles til Avignon í fylgd
með „dökkhærðri blómarós",
sem hann kallaði bróðurdóttur
sína. Um fimmleytið slitnaði
vagnkeðjan, og þegar ekillinn
hafði athugað skemmdina, sagði
hann, að vonlaust væri að kom-
ast lengra þann daginn. Til allr-
ar hamingju voru þau skammt
frá snoturri höll, þar sem þeim
var boðin næturgisting, eftir að
þau höfðu tjáð vandræði sín.
Maturinn, sem þeim var borinn
var svo ljúffengur og viðmót
húsráðanda svo alúðlegt, að þau
gátu ekki annað en litið á þetta
slys sem happ.
En eitt var ekki allskostar
í samræmi við hinar hlýju mót-
tökur: húsmóðirin, sem var kona
á fertugsaldri, og bersýnilega
„The American Mercury“,
eftir Bergen Evans.
auðug og af tignum ættum,
hafði- allan tímann slæðu fyrir
andlitinu og talaði fátt, þó að
hún virtist fylgjast með sam-
ræðunum af mikilli athygli.
Riddarinn, sem var næmur fýr-
ir öllu leyndardómsfullu í fari
kvenna, varð forvitinn og reyndi
með öllu móti að draga hana
inn í samræðurnar, en árangurs-
laust. Hún virtist gleðjast af
þeirri athygli, sem hann sýndi
henni, en var hlédræg og hafn-
aði jafnvel, með hlýlegum þakk-
arorðum, fagurlega orðað boð
hans um að endurgjalda góðvild
hennar með því að njóta með
henni sameiginlegrar hvílu um
nóttina — en hún bætti við, að
hún mundi fagna því ef hún
fengi að njóta félagsskapar lags-
konu hans í staðinn.
Riddarinn tók þessum úrslit-
um með heimspekilegri ró; hann
svaf vært (aleinn), tók vel til
matar síns um morguninn, bar