Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 21
SHAW SEM ÞJÓÐFÉLAGSGAGNRÝNANDI
17
skoðaður í ljósi stjarnanna og
hlýðir á dóm sinn.
Það var þetta, sem gaf hinni
kænlegu aðför Chestertons að
Shaw mestan þunga. Chesterton
sagði: „Hann hefur alltaf haft
leynda hugsjón, sem hefur svið-
ið allt í þessum heimi. Hann hef-
ur alltaf í hljóði verið að bera
mannkynið saman við eitthvað,
sem var ekki mennskt, við
ófreskjur frá Marz, við Stóu-
spekinga, við Júlíus Cæsar,
við Siegfried, við ofurmenn-
ið.“ En sömu rök mætti nota
gegn sérhverjum trúarbragða-
höfundi, sérhverjum spá-
manni, sem allir lögðu ríka
áherzlu á, að mannkynið eins
og þeir sáu það væri ekki nógu
gott, að guð krefðist einhvers
betra. Sú trú Shaw, að ytri þró-
un lifandi vera svari til innri
þróunar þeirra, að með nýjum
þörfum skapist nýir hæfileik-
ar til að fullnægja þeim, krafð-
ist þessa endalausa samanburðar
á ástandinu eins og það var, og
eins og það gæti verið. Það er
rétt, að oft gustar af honum
köldum strangleik, en að mínu
viti eru það aðeins leikýkjur, til-
komnar sem mótmæli gegn geð-
leysi og grautarhugsun viktor-
íutímabilsins. Ég hygg einnig,
að í viðbrögðum sínum gegn
sjálfglöðum þvættingi stjóm-
málamannanna um lýðræðið
hafi hann alltaf haft tilhneig-
ingu til að ofmeta vizku hins
sérstæða einstaklings og van-
meta heilbrigða skynsemi al-
mennings. Hann hefur aldrei
þurft að lifa við mjög stranga
fámennisstjórn, en hefði hann
þurft þess, mundi hann fyrst-
ur manna hafa risið upp til
andmæla, óttalaus; og ef til vill
vegna einhvers brests á ímynd-
unarafli, eða ósjálfráðrar til-
hneigingar til að setja sig í
spor keisara og einræðisherra,
virðist hann næstum reiðubúinn
að dást að slíku stjórnarfari, á
sama hátt og hann hefur alltaf
átt betur með að skilja veik-
leika lýðræðisins en að meta
kosti þess, en marga þeirra —
þar á meðal málfrelsið — tek-
ur hann sem sjálfsagðan hlut.
Nokkur fyrstu leikrit hans
hafa þegar misst mátt sinn sem
þjóðfélagsgagnrýni, eða að
minnsta kosti sem tímabær
þjóðfélagsgagnrýni, en í staðinn
njóta menn þeirra nú Sem frá-
bærra listaverka á leiksviði, er
sindra af leiftrandi tilsvörum
og fágætri skarpskyggni. Ég
vildi hann gæti séð fagn-
3