Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 43

Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 43
ÆVI OG ÁSTIR CASANOVA 39 braut, hóf hann ástleitni sína, sem var jafnútúrdúralaus. ,,Ég þóttist öruggur um,“ segir hann, ,,að ég gæti gert konu ánægða með mig, ef ég gæti fyrst gert hana ánægða með sjálfa sig.“ Og svo hrósaði hann henni og sætti færis að veita henni tæki- færi til að sýna yndisþokka sinn og gáfur, svo að hún yrði ánægð, og umframt allt ykist sjálfs- traust. Því að það var skoðun hans, að ástin kæmi í kjölfar á- nægju og kæti, og að sjálfstraust breytti ástinni fljótlega í athöfn. Um sjálfan sig hugsaði hann lít- ið. Hann hafði gefið til kynna, að ekki stæði á sér. ,,Sá sem vakið getur ástir konu,“ sagði hann, „er jafnan til taks að full- nægja þeim.“ Hin mikla leikni Casanova fólst í því, hvernig hann fór að því að vekja ástir kvenna. Þar birtist vissulega snilli hans. Það var ekkert saurugt í fari hans. Hann hafði alla tíð megna óbeit á klámi. Ástin var of háleit í hans augum til þess að hafa mætti hana í flimtingum eða líta á hana sem eitthvað óhreint. Tilraunir til að beita brögðum taldi hann óráðlegar, jafnvel sem hjálpartæki. Og „síðasta viðnám siðseminnar verður að virða.“ Casanova mat meydóm einskis, en hann þoldi ekki ósið- samar konur. Markmið hans var raunveru- lega fyrst og fremst að vekja áhuga konunnar á lífinu. Því að ástin var að hans áliti æðsta tjáning lífsins, sem blómstrar náttúrlega, ef lífið er nógu ríkt. Hann leitaðist við að vekja for- vitni konunnar, sýna henni ný og æsandi gleðiefni, svo að hið gamla, hefðbundna líf hennar yrði dauft og leiðinlegt í aug- um hennar. Hann sópaði burt áhyggjum hennar með gjafa- flóði, hélt henni veizlur, færði hana í ný föt og kenndi henni að dansa af meira fjöri og fögn- uði en hana hafði nokkru sinni dreymt um að hún gæti. Hann fangaði hug hennar allan með andríki sínu og orðsnilld, sagði henni frá fjarlægum löndum, mikilmennum sem hann hafði kynnzt og ævintýrum, sem hann hafði lent í. Hann gerði hana ölvaða af kæti, andvaralausa af fögnuði og gæddi hana sælu trausti á hæfileika sínum til að vera og vilja, unzt hún sjálf varpaði fyrir borð öllum höml- um og gaf sig fagnandi á vald tilfinningum sínum. Sjálfur brást hann aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.