Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 17
SHAW SEM ÞJÓÐFÉLAGSGAGNRÝNANDI
13
andi, hæfur til alls nema efa-
semda og fínna blæbrigða, enda
hafði eigandi hans engan á-
huga á slíku. Hann hafði einn-
ig tamið sér sinn eigin vopna-
burð, sem mér virðist mönnum
hafa sést yfir að meta að verð-
leikum. Það er vopnaburður,
sem virðist svo ögrandi, að jaðr-
ar við móðgun, en er þó raun-
verulega aldr-ei móðgandi.
Höggin dynja á okkur, en særa
okkur aldrei til blóðs. Einhvers-
staðar á bak við hina snöggu
árás er brosmilt eðallyndi, á
sama hátt og heyra má á bak
við meitlaðan og beinskeyttan
stílinn rödd, sem er heillandi í
einkasamræðum og ómótstæði-
leg frá ræðupalli. Ennfremur
gerði Shaw sér snemma ljóst,
eins og allir meistarar leiklist-
arinnar, að hversu fast sem mál-
in eru sótt og mikil áherzla
lögð á boðskapinn, krefst leik-
listin andrúmslofts gullinnar
góðsemi, þægilegs og milds sól-
skins, skinheims, þar sem eng-
inn hlýtur svöðusár. Það mætti
jafnvel áfellast Shaw fyrir, að
stundum, einkum á undanförn-
um sorgarárum, komi fyrir, að
hann villist á þessum skinheimi
leiklistarinnar og heimi raun-
veruleikans, þar sem menn
hljóta svöðusár, æpa og fagna
dauðanum sem lausn. Þannig
kann að vera, að vopnaburður,
sem hæfði fyllilega kappræðu-
skilyrðum fyrsta tugs aldarinn-
ar, reynist ekki eins vel á tím-
um skyndifangelsana og fanga-
búða. En með þessu er aðeins
sagt, að hann sé ekki gallalaus.
Það kann að vera, að gimsteinn-
inn sé sprunginn, en hann er
gimsteinn eigi að síður.
I allri félagsmálagagnrýni
sinni hefur Shaw frá upphafi
hagnýtt sér eins og unnt er tvær
hugsjónir, notað þær eins og
jarðýtur til að ryðja veginn
gegnum frumskóginn. Sú fyrri
er ekki enn metin að verðleik-
um. Sú síðari er nú orðin hlutí
af arfleifð okkar, og þúsundir
nytsamra manna, allt frá lækn-
um og heilsufræðingum til
ungra bókmenntagagnrýnenda,
notfæra sér hana án þess að
vita, að það var Shaw, sem fyrst
vísaði okkur veginn. Og báðar
hugsjónirnar eiga það sameigin-
legt, að þær eru í senn sósía-
listiskar eða kommúnistiskar og
í innsta eðli sínu trúrænar
(religious). Og þær eru sönnun
þess, að Shaw býr yfir tilfinn-
ingum og viðhorfi trúmannsins.
Hann er í raun og veru spámað-