Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 100
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE.
SUMARDAG EINN árið 1869
sat Charles Altamont Doy-
le í litlu, hvítþvegnu borðstof-
unni í íbúð sinni í Edinborg og
málaði vatnslitamynd. Hugur
hans hvarflaði tuttugu ár aftur
í tímann.
Hann minntist þess, þegar
hann kom frá London fyrir
tveim áratugum. Hann var
yngsti sonurinn í frægri fjöl-
skyldu og allar líkur bentu til
þess, að hans biði mikill frami.
Hann hafði fengið opinbera
stöðu í Edinborg með 220 ster-
lingspunda byrjunarlaunum og
taldi víst, að hann myndi fá næg-
ar tómstundir til að sinna hugð-
arefni sínu, málaralistinni, eins
og bræður hans heima í föður-
húsum.
Faðir hans, John Doyle, var
víðkunnur málari og skopteikn-
ari, og hann kenndi sonum sín-
um fjórum — James, Richard,
Henry og Charles — að beita
pensli og blýanti, jafnframt því
sem hann ól þá upp í strang-
kabólskri trú.
I Edinborg kvæntist Charles
sonur hans Maríu Foley.
Brúðurin var aðeins seytján
ára gömul, yngri dóttir írskrar
ekkju, sem Charles bjó hjá frá
því hann kom til borgarinn-
ar. María hafði verið send í skóla
í Frakklandi tólf ára gömul, og
þegar hún kom aftur, var hún
orðin fullvaxta mær og Charles
varð þegar ástfanginn af henni.
Hún var af góðu, en fátæku
fólki komin, og rakti ætt sína
til aðalsmanna, enda var hún
stolt af henni. En enginn lifir
af ættgöfginni einni saman, enda
leið ekki á löngu áður en ungu
hjónin fengu að þreifa á því.
Árslaun Charles hrukku ekki
fyrir útgjöldum, þegar börnun-
um tók að fjölga, en þau eign-
uðust strax á fyrstu hjúskapar-
árunum þrjú börn, tvær stúlkur
og dreng.
María var ákaflega grönn og
veikluleg í útliti, en þó sinnti
hún öllum heimilisstörfum, og
ól manni sínum tvö börn í við-
bót. Eftir að Arthur sonur henn-
ar fæddist, 22. maí 1859, virtist
hún vera fullkomlega hamingju-
söm með hlutskipti sitt.
Hún sá ekki sólina fyrir
drengnum, og hann unni henni
mjög. Þegar hún var ekki að
skúra gólf, prútta við slátrar-
ann eða hræra í hafragrautnum,
fræddi hún hann um hina frægu
ætt, sem hann var kominn af.
Hún kenndi honum líka sérstak-
ar hegðunarreglur: „Vertu ótta-
laus gagnvart hinum volduga;
auðmjúkur gagnvart hinum