Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 123
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
119
drægist dálítið á langinn, því
að hann var nú orðinn nærri
sannfærður um, hver væri söku-
dólgurinn. Hann stóð í miklum
bréfaskriftum, ferðaðist á laun
til Wyrley og safnaði æ fleiri
gögnum, sem hann ætlaði að
leggja fyrir rannsóknarnefnd-
ina.
Þá fór hann sjálfur að fá
samskonar bréf og lögreglan í
Wyrley hafði fengið á sínum
tíma. Þeim var laumað í bréfa-
kassann hans.
Það var enginn efi á því, að
þessi bréf voru frá sama vitfirr-
ingnum. Þótt ekki væri tekið
tillit til rithandarinnar, var efni
þeirra svo líkt, að ekki varð um
villzt. Og bréfritarinn hélt því
alltaf fram, að það væri Edalji
og aftur Edalji, sem hefði skrif-
að öll bréfin.
Conan Doyle var fyrir löngu
kominn á þá skoðun, að þessi
maður ætti hvergi heima nema
á geðveikrahæli. En hann var
feginn að fá þessi bréf, svo að
hann gæti borið rithöndina sam-
an við eldri bréfin. Hann segir:
„Með samanburði á rithönd-
unum, hef ég komizt að ákveð-
inni niðurstöðu í málinu. Ég full-
yrði, að bréfin frá því í fyrra
skiptið (1892—95) voru skrif-
uð af tveim persónum; önnur
var sæmilega menntaður maður
en hin orðljótur og illa læs strák-
ur. Ég staðhæfi, að bréfin frá
1903 voru flest skrifuð af sama
orðljóta stráknum, sem þá var
orðinn maður um tvítugt. Og
ég staðhæfi einnig, að drengur-
inn hafi ekki einungis skrifað
bréfin, heldur líka limlest skepn-
urnar. Ég skal nú rökstyðja
þetta.
I upphafi málsins er eitt at-
riði, sem furðulegt má teljast
að ekki skuli hafa verið veitt
athygli. Það er, hve langur tími
líður frá því að bréfin voru send
í „fyrra skiptið" og þar til þau
fara að berast í sambandi við
skepnumeiðingarnar. Það líða
hvorki meira né minna en sjö ár
svo að ekkert slíkt bréf berst.
Ég er ekki þeirrar skoðunar,
að hinn seki hafi tekið svo mikl-
um breytingum til bóta á þessu
tímabili og fallið svo aftur fyrir
freistingunni árið 1903. Mér
virtist þetta benda á fjarveru
sökudólgsins umræddan tíma.
En hvert hafði hann þá farið ?
Ef athuguð eru fyrstu bréfin
frá 1903, vekur það eftirtekt,
að bréfritarinn minnist þrisvar
sinnum á sjóinn og lýsir honum
með hrifningu. Hann fer lof-
samlegum orðum um líf sjó-
mannanna; sjórinn á hug hans
allan. Ef þetta er sett í sam-
band við hina löngu fjarveru,
er þá ekki líklegt, að hann hafi
farið til sjós og sé nýkominn
heim aftur?
Setjum svo, að þessi tilgáta
sé rétt. En hvar ættum við þá
að leita fyrstu upplýsinganna
um þessa dularfullu persónu?
Áreiðanlega í skýrslum Walsall-
menntaskólans!
Það er greinilegt, að þessi