Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 130
126
ÚRVAL
Hún tók þátt í tilraunum manns
síns. Hún trúði.
En Conan Doyle var ekki nóg
að trúa á fyrirbrigði — hann
varð að boða trú sína.
Árið 1917 fór hann að halda
fyrirlestra um sálarrannsóknir
og hélt því áfram til dauða-
dags.
I októberlok árið 1918, þegar
óvinir Bandamanna voru að því
komnir að gefast upp, veiktist
Kingsley af inflúenzu. Sárin,
sem hann hafði hlotið hjá
Somme, drógu úr viðnámsþrótti
hans. Faðir hans, sem ætlaði að
fara að halda fyrirlestur í Nott-
ingham, um spíritisma fékk
símskeyti um að Kingsley væri
að deyja.
Conan Doyle sást ekki bregða
að öðru leyti en því, að honum
vöknaði um augu. Hann hélt
fyrirlesturinn eins og ekkert
væri, enda sagði hann, að
Kingsley myndi vilja að hann
gerði það.
Kingsley dó 28. október í
London. Hálfum mánuði seinna
kom vopnahléið.
Um haustið geisaði „spanska
veikin“ og í febrúar árið eftir
fékk hann annað símskeyti.
Innes bróðir hans var líka
látinn. Hann hafði dáið úr
lungnabólgu eins og Kingsley.
Enda þótt Conan Doyle tæki
sér mjög nærri lát bróður síns,
lét hann lítið á því bera. Því
að svo var guði fyrir að þakka
að hlið heljar var ekki lokað.
Það stóð í hálfa gátt.
Hann hafði sannfærzt um
sannleiksgildi spíritismans þrem
árum áður og vissa hans hafði
styrkzt enn betur við tilraunir.
Hann fann mikla skyldu hvíla
á herðum sér, mannúðarskyldu,
sem hann mátti ekki bregðast.
Friður var að vísu kominn á,
en heimurinn var í rústum.
Kyrrðin gerði ástvinamissinn
enn sárari, því að nú hafði fólk
næði til að minnast. Aldrei hafði
verið nauðsynlegra en nú, að
flytja boðskapinn: „Þeir eru
ekki dánir.“
Bók hans, Hin nýja opinber-
un, hafði komið út í júní 1918.
Næsta bók hans um sálarrann-
sóknirnar kom út árið eftir.
Ætlun hans var að helga sig
málstað spíritismans algerlega,
þegar hann hefði lokið við að
skrifa sögu heimsstyrjaldarinn-
ar, sem átti að koma út í sex
bindum.
Hann hafði rætt málið við
Jean og þau gerðu sér fullkom-
lega ljóst, hvað barátta hans
fyrir spíritismanum myndi
kosta.
Menn urðu forviða og vildu
ekki trúa því, að Doyle væri
orðinn eldheitur spíritisti. „Co-
nan Doyle, málsvari heilbrigðr-
ar skynsemi?“ sögðu menn.
Menn trúðu þessu sízt á Conan
Doyle.
Það gegndi öðru máli um þá
Crockes, Lodge og Russel Wal-
lace. Þeir voru að vísu viður-
kenndir vísindamenn, en fólk
v
,)
1